Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eliza Reid forsetafrú segir sjálfsagt að sýna íslömskum vinum samstöðu

El­iza Reid for­setafrú heim­sótti mosk­una í Reykja­vík á dög­un­um til að flytja ávarp um fram­lag inn­flytj­enda til Ís­lands.

Eliza Reid forsetafrú segir sjálfsagt að sýna íslömskum vinum samstöðu

Eliza Reid forsetafrú heimsótti moskuna í Reykjavík 23.mars síðastliðinn og segir sjálfsagt að sýna íslömskum vinum okkar samstöðu og stuðning.

Eliza fékk boð um að heimsækja moskuna í Reykjavík, nokkrum vikum fyrir hryðjuverkaárásirnar í Christchurch á Nýja Sjálandi. Að því leyti er tímasetning heimsóknarinnar tilviljun en í samtali við Stundina segir hún það sjálfsagt að sýna stuðning þegar ódæði á borð við þetta eru unnin. Eliza segir vart þurfa að taka fram að allir sem á móti henni tóku hafi verið afar vingjarnlegir og gestrisnir. Hún segir að stöðu sinni sem forsetafrú vegna reyni hún að verða við óskum þeirra samtaka og félaga sem bjóða henni að koma og kynnast starfsemi þeirra.

Eliza Reid heimsækir moskuna í Reykjavík

Elizu var boðið að heimsækja moskuna þegar verið var að kenna börnum íslensku og arabísku og þáði hún það með þökkum. Í heimsókn sinni hlýddi Eliza á ávörp, gekk um húsarkynnin, tók sjálf til máls um framlag innflytjenda til íslensks samfélags og bragðaði á „gómsætu myntute og allskyns kræsingum.“

„Þá rifjaðist upp fyrir mér allur sá hlýhugur sem ég naut á ferðalögum ein míns liðs um hin ýmsu lönd þar sem múslimar eru í miklum meirihluta,“ segir Eliza.

„Þá rifjaðist upp fyrir mér allur sá hlýhugur sem ég naut á ferðalögum ein míns liðs um hin ýmsu lönd þar sem múslimar eru í miklum meirihluta.“

Eliza segir kynþáttahatur og fordóma óþolandi í samfélaginu „Ég trúi því að langflestir landsmenn séu umburðarlyndir, skilningsríkir og brjóstgóðir. En eins og annars staðar má finna lítinn og háværan minnihluta sem deilir ekki þeim sjónarmiðum,“ segir Eliza.

Eliza telur tækifæri til lærdóms þegar fólk af ólíkum uppruna, ólíkri trú og ólíkum siðum skiptist á skoðunum. Með því að eiga í samtali telur hún að við getum unnið bug á ótta og tortryggni. „Antoine de Saint-Exupéry, sem skrifaði ævintýrið um Litla prinsinn, sagði eitthvað á þá leið að þú sért ólík mér en það að kynnast þér geri mig ekki að minni manneskju heldur meiri. Ég vil hafa þetta að leiðarljósi,“ segir Eliza.

„Ég trúi því að langflestir landsmenn séu umburðarlyndir, skilningsríkir og brjóstgóðir. En eins og annars staðar má finna lítinn og háværan minnihluta sem deilir ekki þeim sjónarmiðum.“
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár