
Júlía, eldri systir mín, fékk bókina þegar ég var 9 ára og þá bjuggum við í Svíþjóð. Ég man eftir að hafa spurt mömmu og pabba og systur mína mikið út í það hvað það væri að vera femínisti og hvað útskýringarnar sátu í mér og hvað ég ímyndaði mér að þetta væri flóknara en þetta er. Ég hélt að þetta hlyti að vera einhvers konar klúbbur sem væri MJÖG eftirsóknarverður og kúl. Ég las allar sögurnar aftur og aftur og þegar ég var komin á unglingsárin fóru sögurnar að taka á sig mynd í mínu eigin lífi. Ég hafði aldrei séð jafn töff bókarkápu á ævi minni og ég man hvað ég hlakkaði til að fá skapahár og óskaði mér að þau myndu vaxa niður á læri.
Athugasemdir