Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mikið um hatursorðræðu í aðdraganda mótmæla gegn hælisleitendum

Ís­lenska þjóð­fylk­ing­in efn­ir til mót­mæla gegn hæl­is­leit­end­um og ís­lensk­ir ras­ist­ar kalla eft­ir of­beldi gegn þeim.

Mikið um hatursorðræðu í aðdraganda mótmæla gegn hælisleitendum
Íslenska Þjóðfylkingin mótmælir flóttamönnum og hælisleitendum

Á Facebook-síðu Þjóðfylkingarinnar rignir inn stuðningsyfirlýsingum í formi hatursfullrar orðræðu vegna fyrirhugaðra mótmæla. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til „friðsamlegra“ mótmæla á morgun kl 13:00 á Austurvelli og hyggst mótmæla „því ofbeldi sem hælisleitendur og öfgasamtökin NO BORDERS sýndu íslensku samfélagi og lögreglunni okkar í vikunni“. 

Á vef Þjóðfylkingarinnar er einnig birt stuðningsyfirlýsing til lögregluyfirvalda í ljósi aðgerða hennar gagnvart mótmælendum.  „Í gær sáum við afleiðingar þess að landamæri landsins eru opin upp á gátt sem er einnig afleiðing af stjórnarháttum gömlu úreltu flokkanna síðastliðin 30 ár á hið minnsta. Fólk sem hingað á ekkert erindi annað en að leggjast upp á velferðarkerfið beitti ofbeldi og hótunum gagnvart stjórnvöldum og lögreglu á Austurvelli.“ segir í yfirlýsingunni.

„Í gær sáum við afleiðingar þess að landamæri landsins eru opin upp á gátt“

Telur þjóðfylkingin að varnaðarorð sem fylkingin hefur haft uppi séu nú að rætast. Herða þurfi landamæraeftirlit því ellegar muni ástandið versna. Kallar flokkurinn eftir því að hælisleitendur séu sendir strax úr landi við komu þeirra til Keflavíkur auk þess sem lagðar verði sektir á flugfélög og Norrænu flytji þau fólk til landsins skilríkjalaust. Þá verðir hælisleitendur sem mótmæla á Austurvelli tafarlaust sendir úr landi „enda almannaheill í húfi.“ 

Á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar hrannast nú upp stuðningsyfirlýsingar og hatursfull ummæli vegna fyrirhugaðra mótmæla. Helgi Helgasaon varaformaður Þjóðfylkingarinnar segir á Facebook-síðunni að það raðist inn beiðnir um að gerast félagi í Þjóðfylkingunni. 

„Þessir menn (flóttamenn) eru hvergi ánægðir því þetta eru rottur sem vilja bara fá allt upp í hendurnar frítt og matinn líka. Burt með þetta snýkjulið af landi mínu!“ Þessi athugasemd birtist við færslu manns sem spyr Þjóðfylkinguna hvort almenningur ætli að sætta sig við það að fámennur hópur hælisleitanda „hertaki Austurvöll.“

„Þetta eru rottur sem vilja bara
fá allt upp í hendurnar“

„Ef ég væri ekki á Spáni akkúrat núna, hefði ég mætt á Austurvöll í gærkvöld með prik fyrir flóttamanna-pakkið, og vel valinn orð til þessa pakks sem eru Íslendingar, því ég skelf af reiði,“ ritar kona ein við auglýsingu um mótmælin. 

Sama kona auglýsir mótmælin á sinni eigin Facebook-síðu. Í einni færslunni spyr hún hvort „niðurlægja“ eigi að íslenskt þjóðfélag meira „með því að láta þetta helvítis útlenska pakk sofa á Austurvelli“. Facebook-vinur hennar skrifar eftirfarandi við færsluna: „Það á náttúrulega að skjóta þetta jafnóðum og það kemur á Íslenska grund, ógeðslegir krakkar, skítugar tíkur og illa innrættir karlar, skjóta þetta allt jafnóðum. Þá hætta þau að koma, alla vega þetta dauða drasl sem búið er að skjóta.“ 

„Það á náttúrulega að skjóta þetta jafnóðum og það kemur á Íslenska grund“

Klukkan 14:29 sendi Þjóðfylkingin frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla vegna hryðjuverka í Christchurch. Í þessu hryðjuverki er saklaust fólk vegið í nafni brenglaðrar hugmyndafræði.“ Þjóðfylkingin lýsir „ megnu ógeði og fordæmingu á hryðjuverkunum“ og vottar fórnalömbum þeirra dýpstu samúð. 

Eins og Stundin fjallaði um í morgun þurfti Vísir.is að loka fyrir ummæli undir frétt um hryðjuverkin vegna hatursfullra viðbragða lesenda. Í athugasemdakerfinu fögnuðu nokkrir netverjar því óspart að múslimar hefðu verið myrtir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár