Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis

49 manns voru myrt­ir í hryðju­verka­árás hægri öfga­manns í Christchurch á Nýja-Sjálandi í nótt. Vís­ir.is þurfti að loka fyr­ir um­mæli und­ir frétt sinni vegna hat­urs­fullra við­bragða les­enda.

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis
Eftir árásina Hægri öfgamaðurinn skaut einnig börn. Mynd: BBC/Youtube

Hægri öfgamaður frá Ástralíu myrti 49 manns og særði 20 til viðbótar í hryðjuverkaárás á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Árásin hefur verið fordæmd um allan heim, en fréttavefurinn Vísir.is þurfti að loka á ummæli undir frétt sinni um árásina vegna þess að nafngreindir Íslendingar fögnuðu henni.

„Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla,“ segir í lok fréttar Vísis. 

Fögnuðu árásinniUmmælakerfi Vísis var lokað vegna viðbragða frá ákveðnum lesenum.

Meðal ummæla sem um ræðir eru tveir sem töldu að morðin væru réttlætanleg og æskileg. „Vel gert. Þetta er sjálfsvörn. Fólk er varla búið að gleyma hvað marga íslam hefur drepið í Evrópu,“ sagði einn þeirra. Ekki er hægt að staðfesta að um raunverulegan aðgang sé að ræða.

Annar sem fagnar árásinni opinberlega er hins vegar búsettur á Sauðárkróki og hefur reglulega tjáð sig um múslima og innflytjendamál.

Að sögn Íslendings sem býr í Christchurch bjóst enginn við slíkri árás þar.  Borgin sé ekki ólík Reykjavík og þykir friðsæl.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa sent Nýsjálendingum samúðarkveðjur vegna árásarinnar.

ÁrásarmaðurinnBrenton Tarrant framdi árásina í beinni útsendingu á Facebook.

Árásarmaðurinn, Brenton Tarrant, er ástralskur ríkisborgari. Hann sendi frá sér 74 síðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann lýsti aðdáun á norska hryðjuverkamanninum Anders Breivik og lofaði meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að vera „tákn endurreistrar sjálfsmyndar hvítra og sameiginlegs tilgangs“. 

Meðal þeirra sem berjast fyrir lífi sínu eftir árásina eru börn niður í fjögurra ára aldur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár