Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis

49 manns voru myrt­ir í hryðju­verka­árás hægri öfga­manns í Christchurch á Nýja-Sjálandi í nótt. Vís­ir.is þurfti að loka fyr­ir um­mæli und­ir frétt sinni vegna hat­urs­fullra við­bragða les­enda.

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis
Eftir árásina Hægri öfgamaðurinn skaut einnig börn. Mynd: BBC/Youtube

Hægri öfgamaður frá Ástralíu myrti 49 manns og særði 20 til viðbótar í hryðjuverkaárás á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Árásin hefur verið fordæmd um allan heim, en fréttavefurinn Vísir.is þurfti að loka á ummæli undir frétt sinni um árásina vegna þess að nafngreindir Íslendingar fögnuðu henni.

„Athugasemdakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna hatursfullra ummæla,“ segir í lok fréttar Vísis. 

Fögnuðu árásinniUmmælakerfi Vísis var lokað vegna viðbragða frá ákveðnum lesenum.

Meðal ummæla sem um ræðir eru tveir sem töldu að morðin væru réttlætanleg og æskileg. „Vel gert. Þetta er sjálfsvörn. Fólk er varla búið að gleyma hvað marga íslam hefur drepið í Evrópu,“ sagði einn þeirra. Ekki er hægt að staðfesta að um raunverulegan aðgang sé að ræða.

Annar sem fagnar árásinni opinberlega er hins vegar búsettur á Sauðárkróki og hefur reglulega tjáð sig um múslima og innflytjendamál.

Að sögn Íslendings sem býr í Christchurch bjóst enginn við slíkri árás þar.  Borgin sé ekki ólík Reykjavík og þykir friðsæl.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa sent Nýsjálendingum samúðarkveðjur vegna árásarinnar.

ÁrásarmaðurinnBrenton Tarrant framdi árásina í beinni útsendingu á Facebook.

Árásarmaðurinn, Brenton Tarrant, er ástralskur ríkisborgari. Hann sendi frá sér 74 síðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann lýsti aðdáun á norska hryðjuverkamanninum Anders Breivik og lofaði meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að vera „tákn endurreistrar sjálfsmyndar hvítra og sameiginlegs tilgangs“. 

Meðal þeirra sem berjast fyrir lífi sínu eftir árásina eru börn niður í fjögurra ára aldur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár