Ég man þegar ég var yngri og talaði um kynlíf við vinkonur mínar. Ég var örugglega svona 13 ára, þetta var mjög spennandi umræða en líka alveg svakalega vandræðaleg. Engin af okkur hafði stundað kynlíf á þessum tíma. Við sammæltumst þó allar um að við myndum aldrei feika það, það væri alveg fáránlegt. Við höfum allar feikað það í dag.
Áður en farið er út í „gervifullnægingar“ verður að ræða fullnægingargjána sem aðskilur kynin. Ef konur eru sigurvegarar í að feika það, þá eru karlar sigurvegarar í að fá það. Af öllum sem stunda kynlíf fá gagnkynhneigðar konur það sjaldnast. Rannsókn frá árinu 2018 sýnir að gagnkynhneigðir karlar fá fullnægingu í 95 prósent tilvika þegar þeir stunduðu kynlíf en gagnkynhneigðar konur í aðeins 65 prósent tilvika (aðrar rannsóknir hafa sýnt að konur fái það aðeins í 10–25% tilvika). Í þessari rannsókn hafði fjöldi fullnæginga ekkert með líffræði að gera þar …
Athugasemdir