Enginn íslenskur ríkisborgari þiggur bætur fyrir heilsutjón vegna þátttöku í hernaði nasista í seinni heimsstyrjöld. Þetta kemur fram í svari talsmanns vinnu- og félagsmálaráðuneytis Sambandslýðveldis Þýskalands við fyrirspurn Stundarinnar.
Í febrúar var greint frá því að 2.033 manns utan Þýskalands fengju greiðslur frá þýska ríkinu vegna heilsutjóns í seinni heimsstyrjöldinni. Margir bótaþeganna störfuðu með og voru hliðhollir stjórn Nasistaflokksins. Greiðslurnar hafa verið mikið til umræðu í Evrópu, en stjórnvöld í Belgíu hafa beitt sér fyrir að slíkum bótagreiðslum til íbúa í landinu verði hætt. Tólf manns í Svíþjóð þiggja greiðslur af þessum toga, en rúmlega fjórðungur allra sem greiðslurnar þiggja búa í Póllandi.
Lögin, sem kölluð eru Bundesversorgungsges
Athugasemdir