Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Enginn Íslendingur þiggur sjúkragreiðslur fyrir þátttöku í hernaði nasista

Yf­ir 2.000 manns á heimsvísu þiggja greiðsl­ur frá þýska rík­inu vegna heilsutjóns í hern­aði nas­ista í seinni heims­styrj­öld. Marg­ir þeirra voru hlið­holl­ir Nas­ista­flokkn­um.

Enginn Íslendingur þiggur sjúkragreiðslur fyrir þátttöku í hernaði nasista
Wehrmacht Fjöldi útlendinga gengu til liðs við hersveitir nasista í Seinni heimsstyrjöldinni.

Enginn íslenskur ríkisborgari þiggur bætur fyrir heilsutjón vegna þátttöku í hernaði nasista í seinni heimsstyrjöld. Þetta kemur fram í svari talsmanns vinnu- og félagsmálaráðuneytis Sambandslýðveldis Þýskalands við fyrirspurn Stundarinnar.

Í febrúar var greint frá því að 2.033 manns utan Þýskalands fengju greiðslur frá þýska ríkinu vegna heilsutjóns í seinni heimsstyrjöldinni. Margir bótaþeganna störfuðu með og voru hliðhollir stjórn Nasistaflokksins. Greiðslurnar hafa verið mikið til umræðu í Evrópu, en stjórnvöld í Belgíu hafa beitt sér fyrir að slíkum bótagreiðslum til íbúa í landinu verði hætt. Tólf manns í Svíþjóð þiggja greiðslur af þessum toga, en rúmlega fjórðungur allra sem greiðslurnar þiggja búa í Póllandi.

Lögin, sem kölluð eru Bundesversorgungsgesetz (BVG) á þýsku, voru samþykkt árið 1950 og tryggja bætur til fórnarlamba í stríði. Beinast þau að þeim sem orðið hafa fyrir heilsutjóni vegna hernaðar eða stríðsreksturs. Bótaþegar eru ýmist fyrrverandi hermenn í hersveitum Þýskalands undir nasisma í seinni heimsstyrjöld (Wehrmacht) …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár