Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Enginn Íslendingur þiggur sjúkragreiðslur fyrir þátttöku í hernaði nasista

Yf­ir 2.000 manns á heimsvísu þiggja greiðsl­ur frá þýska rík­inu vegna heilsutjóns í hern­aði nas­ista í seinni heims­styrj­öld. Marg­ir þeirra voru hlið­holl­ir Nas­ista­flokkn­um.

Enginn Íslendingur þiggur sjúkragreiðslur fyrir þátttöku í hernaði nasista
Wehrmacht Fjöldi útlendinga gengu til liðs við hersveitir nasista í Seinni heimsstyrjöldinni.

Enginn íslenskur ríkisborgari þiggur bætur fyrir heilsutjón vegna þátttöku í hernaði nasista í seinni heimsstyrjöld. Þetta kemur fram í svari talsmanns vinnu- og félagsmálaráðuneytis Sambandslýðveldis Þýskalands við fyrirspurn Stundarinnar.

Í febrúar var greint frá því að 2.033 manns utan Þýskalands fengju greiðslur frá þýska ríkinu vegna heilsutjóns í seinni heimsstyrjöldinni. Margir bótaþeganna störfuðu með og voru hliðhollir stjórn Nasistaflokksins. Greiðslurnar hafa verið mikið til umræðu í Evrópu, en stjórnvöld í Belgíu hafa beitt sér fyrir að slíkum bótagreiðslum til íbúa í landinu verði hætt. Tólf manns í Svíþjóð þiggja greiðslur af þessum toga, en rúmlega fjórðungur allra sem greiðslurnar þiggja búa í Póllandi.

Lögin, sem kölluð eru Bundesversorgungsgesetz (BVG) á þýsku, voru samþykkt árið 1950 og tryggja bætur til fórnarlamba í stríði. Beinast þau að þeim sem orðið hafa fyrir heilsutjóni vegna hernaðar eða stríðsreksturs. Bótaþegar eru ýmist fyrrverandi hermenn í hersveitum Þýskalands undir nasisma í seinni heimsstyrjöld (Wehrmacht) …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár