Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vitni ítrekað spurð hvort aðgerðin hafi „raskað öryggi“ vélarinnar

Verj­andi tveggja kvenna sem sem stóðu upp í flug­vél Icelanda­ir til að mót­mæla ólög­legri brott­vikn­ingu hæl­is­leit­anda gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að hafa spurt vitni í mál­inu af­ar leið­andi spurn­inga. Lög­menn fengu ekki af­rit af upp­tök­um af skýrslu­tök­un­um en af máls­gögn­um mætti halda að vitni hefðu tek­ið fram af fyrra bragði að ör­yggi hefði ver­ið rask­að.

Vitni ítrekað spurð hvort aðgerðin hafi „raskað öryggi“ vélarinnar

Lögmenn tveggja kvenna sem stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla ólöglegri brottvikningu hælisleitanda fengu ekki afrit af upptökum af skýrslutökum yfir vitnum málsins eins og venjan er. „Þetta er vægast sagt mjög sérstakt,“ segir Páll Bergþórsson, annar lögmanna kvennanna í samtali við Stundina. Hann bendir á að lögmenn eigi lögum samkvæmt að fá afrit af öllum skjölum málsins en í þessu tilfelli hafi það verið túlkað sem svo að afrit af upptökunum væru ekki eiginleg skjöl.

Lögmennirnir þurftu að fara niður á skrifstofu héraðssaksóknara til þess að hlusta á skýrslutökur yfir vitnum. Páll segir að þá hafi komið í ljós að lögreglumenn spurðu vitnin afar leiðandi spurninga, sérstaklega spurninga er vörðuð það hvort aðgerð kvennanna hefði með einhverjum hætti raskað öryggi vélarinnar. Páll gagnrýnir þetta og segir athygli vert hversu mikla áherslu lögreglan lagði á að spyrja vitnin út í þetta tiltekna atriði.

Í endurriti af skýrslutökunum sem finna má í málsgögnum er ítrekað haft eftir vitnum að þau telji að aðgerð kvennanna hafi raskað öryggi vélarinnar. Páll bendir á að þar sé hinsvegar algjörlega látið hjá líða að greina frá því að slíkar staðhæfingar hafi oftar en ekki komið fram sem svör við mjög svo leiðandi spurningum lögreglumanna þess efnis. Athygli vekur að konurnar eru meðal annars ákærðar fyrir að hafa raskað öryggi flugvélarinnar en allt að sex ára fangelsi liggur við brotinu.

Allt að sex ára fangelsi

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara á hendur þeim Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, miðvikudag. Þær eru ákærðar fyrir að hafa staðið upp í flugvél Icelandair í maí 2016 og mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Okafor til Svíþjóðar, þaðan sem senda átti hann til Nígeríu. Þar hafði Eze ástæðu til að óttast um líf sitt.

Í ákæru héraðssaksóknara eru þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja sakaðar um að hafa með hátterni sínu brotið gegn 106. og 168. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa annars vegar tálmað lögreglumönnum við skyldustörf og hinsvegar raskað öryggi flugvélarinnar. Þá eru þær einnig sakaðar um að hafa brotið gegn 141. gr. loftferðalaga með því að óhlýðnast fyrirmælum áhafnarinnar í vélinni.

Hámarksrefsing við broti gegn 106. grein almennra hegningarlaga er tveggja ára fangelsi en refsing við broti gegn 168. grein sömu laga getur verið allt að sex ára fangelsi. Þá liggur allt að fimm ára fangelsisdómur við broti gegn 141. grein loftferðalaga. Þær geta því átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar.

Misræmi á milli upptaka og endurrits

Páll og kollegi hans af lögmannsstofunni Rétti, Auður Tinna Aðalbjarnadóttir, þurftu að gera sér ferð niður á skrifstofu héraðssaksóknara til þess að hlusta á upptökurnar af skýrslutökum lögreglu yfir vitnum. „Við á þessari stofu höfum tvisvar áður farið til Hæstaréttar með svona mál,“ segir Páll sem gagnrýnir að frumgögnum sé með þessum hætti haldið frá lögmönnum. „Það er alls ekki sjálfsagt að lögmenn geri sér ferð til að hlusta á upptökur í einhverju herbergi hjá saksóknara,“ segir Páll sem bætir við að það hafi sem betur fer verið gert í þessu tilviki, enda hafi ákveðið misræmi komið í ljós við nánari skoðun.

„Ef við fáum ekki upptökurnar þá eigum við að fá nákvæmt endurrit af þeim,“ segir Páll sem bætir við að svo hafi ekki verið í þessu tilviki. Á upptökunum megi heyra lögreglumenn spyrja afar leiðandi spurninga, sérstaklega þegar kemur að spurningum varðandi það hvort aðgerð kvennanna hafi með einhverjum hætti raskað öryggi vélarinnar. Í endurriti af skýrslutökunum sé hinsvegar engu líkara en að staðhæfingarnar hafi komið beint frá vitnunum sjálfum.

„Þá taldi [XXX] einnig að uppákoman hafi raskað öryggi flugvélarinnar,“ segir til dæmis á einum stað. Þá sagðist [XXX] telja að þetta hafi raskað öryggi flugvélarinnar á þessum tíma og eins hafi fólk verið mjög hrætt eftir á,“ er haft eftir öðru vitni. „Hann sagði þessa uppákomu hafa raskað öryggi um borð en konurnar hafi þó verið án tækja og tóla,“ er haft eftir þriðja vitninu. Á einum stað er spurning lögreglu látin fylgja með: „Aðspurð hvort hún telji þetta hafa raskað öryggi flugvélarinnar sagði [XXX] að hún telji það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár