Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vitni ítrekað spurð hvort aðgerðin hafi „raskað öryggi“ vélarinnar

Verj­andi tveggja kvenna sem sem stóðu upp í flug­vél Icelanda­ir til að mót­mæla ólög­legri brott­vikn­ingu hæl­is­leit­anda gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að hafa spurt vitni í mál­inu af­ar leið­andi spurn­inga. Lög­menn fengu ekki af­rit af upp­tök­um af skýrslu­tök­un­um en af máls­gögn­um mætti halda að vitni hefðu tek­ið fram af fyrra bragði að ör­yggi hefði ver­ið rask­að.

Vitni ítrekað spurð hvort aðgerðin hafi „raskað öryggi“ vélarinnar

Lögmenn tveggja kvenna sem stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla ólöglegri brottvikningu hælisleitanda fengu ekki afrit af upptökum af skýrslutökum yfir vitnum málsins eins og venjan er. „Þetta er vægast sagt mjög sérstakt,“ segir Páll Bergþórsson, annar lögmanna kvennanna í samtali við Stundina. Hann bendir á að lögmenn eigi lögum samkvæmt að fá afrit af öllum skjölum málsins en í þessu tilfelli hafi það verið túlkað sem svo að afrit af upptökunum væru ekki eiginleg skjöl.

Lögmennirnir þurftu að fara niður á skrifstofu héraðssaksóknara til þess að hlusta á skýrslutökur yfir vitnum. Páll segir að þá hafi komið í ljós að lögreglumenn spurðu vitnin afar leiðandi spurninga, sérstaklega spurninga er vörðuð það hvort aðgerð kvennanna hefði með einhverjum hætti raskað öryggi vélarinnar. Páll gagnrýnir þetta og segir athygli vert hversu mikla áherslu lögreglan lagði á að spyrja vitnin út í þetta tiltekna atriði.

Í endurriti af skýrslutökunum sem finna má í málsgögnum er ítrekað haft eftir vitnum að þau telji að aðgerð kvennanna hafi raskað öryggi vélarinnar. Páll bendir á að þar sé hinsvegar algjörlega látið hjá líða að greina frá því að slíkar staðhæfingar hafi oftar en ekki komið fram sem svör við mjög svo leiðandi spurningum lögreglumanna þess efnis. Athygli vekur að konurnar eru meðal annars ákærðar fyrir að hafa raskað öryggi flugvélarinnar en allt að sex ára fangelsi liggur við brotinu.

Allt að sex ára fangelsi

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara á hendur þeim Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, miðvikudag. Þær eru ákærðar fyrir að hafa staðið upp í flugvél Icelandair í maí 2016 og mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Okafor til Svíþjóðar, þaðan sem senda átti hann til Nígeríu. Þar hafði Eze ástæðu til að óttast um líf sitt.

Í ákæru héraðssaksóknara eru þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja sakaðar um að hafa með hátterni sínu brotið gegn 106. og 168. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa annars vegar tálmað lögreglumönnum við skyldustörf og hinsvegar raskað öryggi flugvélarinnar. Þá eru þær einnig sakaðar um að hafa brotið gegn 141. gr. loftferðalaga með því að óhlýðnast fyrirmælum áhafnarinnar í vélinni.

Hámarksrefsing við broti gegn 106. grein almennra hegningarlaga er tveggja ára fangelsi en refsing við broti gegn 168. grein sömu laga getur verið allt að sex ára fangelsi. Þá liggur allt að fimm ára fangelsisdómur við broti gegn 141. grein loftferðalaga. Þær geta því átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar.

Misræmi á milli upptaka og endurrits

Páll og kollegi hans af lögmannsstofunni Rétti, Auður Tinna Aðalbjarnadóttir, þurftu að gera sér ferð niður á skrifstofu héraðssaksóknara til þess að hlusta á upptökurnar af skýrslutökum lögreglu yfir vitnum. „Við á þessari stofu höfum tvisvar áður farið til Hæstaréttar með svona mál,“ segir Páll sem gagnrýnir að frumgögnum sé með þessum hætti haldið frá lögmönnum. „Það er alls ekki sjálfsagt að lögmenn geri sér ferð til að hlusta á upptökur í einhverju herbergi hjá saksóknara,“ segir Páll sem bætir við að það hafi sem betur fer verið gert í þessu tilviki, enda hafi ákveðið misræmi komið í ljós við nánari skoðun.

„Ef við fáum ekki upptökurnar þá eigum við að fá nákvæmt endurrit af þeim,“ segir Páll sem bætir við að svo hafi ekki verið í þessu tilviki. Á upptökunum megi heyra lögreglumenn spyrja afar leiðandi spurninga, sérstaklega þegar kemur að spurningum varðandi það hvort aðgerð kvennanna hafi með einhverjum hætti raskað öryggi vélarinnar. Í endurriti af skýrslutökunum sé hinsvegar engu líkara en að staðhæfingarnar hafi komið beint frá vitnunum sjálfum.

„Þá taldi [XXX] einnig að uppákoman hafi raskað öryggi flugvélarinnar,“ segir til dæmis á einum stað. Þá sagðist [XXX] telja að þetta hafi raskað öryggi flugvélarinnar á þessum tíma og eins hafi fólk verið mjög hrætt eftir á,“ er haft eftir öðru vitni. „Hann sagði þessa uppákomu hafa raskað öryggi um borð en konurnar hafi þó verið án tækja og tóla,“ er haft eftir þriðja vitninu. Á einum stað er spurning lögreglu látin fylgja með: „Aðspurð hvort hún telji þetta hafa raskað öryggi flugvélarinnar sagði [XXX] að hún telji það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár