Viðtal hins landsþekkta Sigmars Vilhjálmssonar í útvarpsþættinum Harmageddon var dæmigert fyrir það þekkingarleysi sem efnaðir menn í dag hafa á lífi fátækra Íslendinga. Firringin er algjör, útkoman lítið annað en hroki og skilaboðin þau að Reykjavík ætti bara að vera borg milli- og hástéttarinnar á meðan fátæka fólkið ætti að flýja í stað þess að berjast fyrir kjörum sínum. Og nú er það einmitt raunin að lágtekjufólk er að standa upp og krefjast betri kjara og það síðasta sem við þurfum á að halda er að efnaðir menn séu að slá á puttana og sussa á okkur. Sigmari er vissulega velkomið að gera það sem hann vill en við ætlum hins vegar ekki að láta okkur segjast. Við ætlum að vera með vesen þangað til að við getum lifað af tekjunum okkar og fáum sanngjarnan hlut af þjóðararðinum.
Sigmar segir að háu launin og þær háu launahækkanir sem Alþingismenn hafa …
Athugasemdir