Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsmaður á Grand Hótel þreyttur á að sjá vinnufélaga sína gráta í vinnunni

„Ís­lend­ing­ar fá for­gang í all­ar stjórn­un­ar­stöð­ur, með­an út­lend­ing­arn­ir eru fast­ir á gólf­inu,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar. Skamm­arlisti yf­ir veik­inda­daga starfs­fólks hef­ur ver­ið til­kynnt­ur til Per­sónu­vernd­ar.

Starfsmaður á Grand Hótel þreyttur á að sjá vinnufélaga sína gráta í vinnunni

„Litið er á starfsfólk hótelsins eins og einnota gúmmíhanska sem hent er í ruslið,“ segir starfsmaður Grand Hótels í samtali við Stundina.

Greint var frá því í byrjun vikunnar að eins konar skammarlisti væri haldinn yfir þá starfsmenn hótelsins sem taka sér flesta veikindadaga. Eflingu stéttarfélagi var tilkynnt um málið og lögfræðingur hjá ASÍ sagði að um væri að ræða alvarlegt brot gegn persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Efling hefur nú sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins.

Mannauðsstjóri Grand Hótels, sem er í eigu hótelkeðjunnar Íslandshótela, hefur haldið því fram í fjölmiðlum að listinn hafi einvörðungu legið „inni á skrifstofu yfirmanns“ og ekki hangið „neins staðar uppi“. Starfsmenn sem Stundin hefur rætt við segja þetta rangt; listinn hafi um tíma hangið með áberandi hætti í almennu rými starfsfólks.

Vekur alvarlegar spurningar um meðferð starfsfólks

„Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í dag.

„Talsverður fjöldi starfsfólks, sum þeirra meðlimir Eflingar og önnur ekki, hafa sett sig í samband við stéttarfélagið eftir að fjölmiðlar tóku að fjalla um málið. Þau hafa lýst undrun yfir ummælum yfirmanna, sem mörg þeirra kannast ekkert við, um sínar eigin vinnuaðstæður.“

Fram kemur að viðmælendur Eflingar frá Grand Hótel vitni um að skammarlistinn hafi hangið uppi á vegg vikum saman. „Af þessum samtölum hefur orðið ljóst að skammarlistinn var aðeins eitt af mörgum atriðum sem hafa gert vinnustaðinn verulega óþægilegan fyrir lægst launaða starfsfólkið þar, sem flest er erlendis frá.“

Starfsmaður á Grand Hótel segir í samtali við Stundina að álagið á Grand Hótel sé gríðarlegt, yfirmenn sýni hörku og vinnuandann sé slæmur. „Ég er orðinn mjög þreyttur á því að mæta til vinnu þar sem allir eru ósáttir. Ég er orðinn þreyttur á því að sjá vinnufélaga mína gráta í vinnunni og ég er orðinn þreyttur á því að sjá vinnufélaga mína strunsa út og hætta,“ segir viðkomandi. 

Efling segir starfsmenn niðurlægða

Í tilkynningu frá Eflingu er fullyrt að yfirmenn hafi ítrekað niðurlægt og auðmýkt starfsfólk, meðal annars með því að „rægja konu sem ætlaði að taka sér fæðingarorlof, krefjast þess að vera ávarpaðir með titli, baktala fólk sem fer frá vinnu til að fara í reglubundið íslenskunámskeið, og hóta starfsmanni brottrekstri fyrir að sýna sér ekki tilskilda virðingu“.

Þá er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að um sé að ræða kunnuglegt mynstur. „Þetta er eitthvað sem við sjáum á mörgum hótelum. Íslendingar fá forgang í allar stjórnunarstöður, meðan útlendingarnir eru fastir á gólfinu. Og þessi skil eru síðan notuð til að halda verst launaða fólkinu með verstu störfin niðri.“

Verkalýðshreyfingin skipuleggur nú umfangsmiklar verkfallsaðgerðir gegn hótelum og rútufyrirtækjum. Um er að ræða 25 hótel og tvö til þrjú rútufyrirtæki en rekstraraðilar hafa lýst þungum áhyggjum af áformunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár