Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýr ársreikningur Útvarps Sögu leiðréttir árið 2016

Út­varp Saga hagn­að­ist bæði ár­in 2017 og 2016 sam­kvæmt nýbirt­um árs­reikn­ingi. Gerð er leið­rétt­ing á mis­tök­um vegna árs­ins 2016 þar sem áð­ur var til­kynnt um 2,6 millj­ón króna tap. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið á van­skila­skrá frá því í októ­ber.

Nýr ársreikningur Útvarps Sögu leiðréttir árið 2016

Útvarp Saga hagnaðist um 2,4 milljónir króna árið 2017 og 1,3 milljónir króna árið 2016 samkvæmt ársreikningi sem skilað var til Ríkisskattstjóra fyrir helgi. Fyrri ársreikningur hafði sýnt 2,6 milljón króna tap árið 2016.

„Við gerð ársreiknings 2017 komu í ljós mistök sem höfðu verið gerð í bókhaldi ársins 2016 og höfðu leitt til þess að fjárhæðir í ársreikningi 2016 voru ekki réttar,“ segir í athugasemd í ársreikningnum. „[Þessi] mistök höfðu þau áhrif að bæði voru tekjur í ársreikningi 2016 [...] lægri en þær áttu að vera en einnig var kostnaður lægri en hann átti að vera. Heildaráhrif á rekstrarniðusrtöðu ársins voru þau að í stað þess að sýna tap að fjárhæð 2,6 millj, kr. þá átti rekstrarniðurstaða ársins að vera hagnaður að fjárhæð 1,3 millj, kr.“

Samkvæmt upplýsingum frá CreditInfo fór rekstrarfélagið, sem heitir SagaNet – Útvarp Saga ehf., á vanskilaskrá í október síðastliðnum og er í alvarlegum vanskilum.

Ársreikningaskrá felldi í október út ársreikning Útvarps Sögu fyrir árið 2017. Gerðar eru úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum til þess að ganga úr skugga um að innsend gögn séu í samræmi við lög. Eftir slíka athugun kom í ljós að félagið hafði skilað sama ársreikningi tvö ár í röð.

Arnþrúður Karlsdóttir er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf. sem rekur útvarpsstöðina. Tap varð á rekstri félagsins um 2,6 milljónir árið 2016, samkvæmt fyrri ársreikningi, sem nú hefur verið leiðréttur. Frestur til að skila ársreikningi rann út 31. ágúst 2018, en ársreikningi með leiðréttingunum var skilað 20. febrúar 2019.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár