Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vinstri græn í Suðurkjördæmi segja Sjálfstæðisflokkinn hlífa „arðræningjum“

Telja til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar skref í rétta átt fyr­ir lág­tekju­fólk en aukna skatt­heimtu hárra tekna ólík­lega „með­an Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ræð­ur efna­hags og fjár­mála­ráðu­neyt­inu“.

Vinstri græn í Suðurkjördæmi segja Sjálfstæðisflokkinn hlífa „arðræningjum“
Finnst ekki nóg að gert VG í Suðurkjördæmi telja að skattatillögur séu skref í rétta átt meira þurfi að koma til. Mynd: Fjármálaráðuneytið

Skattatillögur ríkisstjórnarinnar eru skref í rétt átt fyrir tekjulága hópa en „skerð[a] ekki hár á höfði eignafólks og arðræningja“. 

Þetta fullyrða Vinstri græn í Suðurkjördæmi á Facebook, en um er að ræða eins konar upplýsingasíðu þar sem fulltrúar flokksins deila efni með fylgjendum sínum, einkum Ari Trausti Guðmundsson sem er eini þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu.

„Nokkur skref í áttina fyrir tekjulaga hópa en skerðir ekki hár á höfði eignafólks og arðræningja, enda varla að vænta þess meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður efnahags og fjármálaráðuneytinu,“ segir í færslunni um skattatillögur ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt tillögunum verður nýju lágtekjuskattþrepi bætt við í tekjuskattskerfinu og fyrirkomulagi persónuafsláttar breytt þannig þróun hans miðist við nýja vísitölu verðlags og framleiðniaukningar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur fagnað því sérstaklega að „ekki sé verið að hækka skattbyrðina neins staðar“ en eins og bent er á í frétt Stundarinnar í dag eru áform ríkisstjórnarinnar um að girða fyrir samnýtingu skattþrepa í raun ígildi um 3 milljarða skattahækkunar sem lendir að mestu á tekjuhæstu fjölskyldum landsins.

Uppfært kl. 17:

Þorvaldur Örn Árnason hefur gengist við því að hafa skrifað umrædd ummæli. „Ég vil taka fram, af gefnu tilefni, að svohljóðandi færsla í upphafi þessa þráðar er mín eigin; "Jú, nokkkur skref í áttina fyrir tekjulaga hópa en skerðir ekki hár á höfði eignafólks og arðræningja, enda varla að vænta þess meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður efnahags og fjármálaráðuneytinu." Ég sjálfur á meira að segja líka prentvilluna í "nokkkur"! Mér urðu á þau mistök að skrifa þetta í nafni síðunnar, "Vinstri græn í Suðurkjördæmi", en þetta er mín prívat skoðun - og ég stend við hana hvenær sem er og hvar sem er!“ skrifar hann á Facebook. „Ég get hins vegar ekki mælt fyrir munn allra Vinstrigærnna í Suðurkjördæmi, og þykir miður að Stundin hafa skilið færsluna þannig. Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi gæti mælt fyrir munn allra, en það hefur mér vitandi ekki enn komið saman á þessu ári.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár