Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vinstri græn í Suðurkjördæmi segja Sjálfstæðisflokkinn hlífa „arðræningjum“

Telja til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar skref í rétta átt fyr­ir lág­tekju­fólk en aukna skatt­heimtu hárra tekna ólík­lega „með­an Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ræð­ur efna­hags og fjár­mála­ráðu­neyt­inu“.

Vinstri græn í Suðurkjördæmi segja Sjálfstæðisflokkinn hlífa „arðræningjum“
Finnst ekki nóg að gert VG í Suðurkjördæmi telja að skattatillögur séu skref í rétta átt meira þurfi að koma til. Mynd: Fjármálaráðuneytið

Skattatillögur ríkisstjórnarinnar eru skref í rétt átt fyrir tekjulága hópa en „skerð[a] ekki hár á höfði eignafólks og arðræningja“. 

Þetta fullyrða Vinstri græn í Suðurkjördæmi á Facebook, en um er að ræða eins konar upplýsingasíðu þar sem fulltrúar flokksins deila efni með fylgjendum sínum, einkum Ari Trausti Guðmundsson sem er eini þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu.

„Nokkur skref í áttina fyrir tekjulaga hópa en skerðir ekki hár á höfði eignafólks og arðræningja, enda varla að vænta þess meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður efnahags og fjármálaráðuneytinu,“ segir í færslunni um skattatillögur ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt tillögunum verður nýju lágtekjuskattþrepi bætt við í tekjuskattskerfinu og fyrirkomulagi persónuafsláttar breytt þannig þróun hans miðist við nýja vísitölu verðlags og framleiðniaukningar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur fagnað því sérstaklega að „ekki sé verið að hækka skattbyrðina neins staðar“ en eins og bent er á í frétt Stundarinnar í dag eru áform ríkisstjórnarinnar um að girða fyrir samnýtingu skattþrepa í raun ígildi um 3 milljarða skattahækkunar sem lendir að mestu á tekjuhæstu fjölskyldum landsins.

Uppfært kl. 17:

Þorvaldur Örn Árnason hefur gengist við því að hafa skrifað umrædd ummæli. „Ég vil taka fram, af gefnu tilefni, að svohljóðandi færsla í upphafi þessa þráðar er mín eigin; "Jú, nokkkur skref í áttina fyrir tekjulaga hópa en skerðir ekki hár á höfði eignafólks og arðræningja, enda varla að vænta þess meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður efnahags og fjármálaráðuneytinu." Ég sjálfur á meira að segja líka prentvilluna í "nokkkur"! Mér urðu á þau mistök að skrifa þetta í nafni síðunnar, "Vinstri græn í Suðurkjördæmi", en þetta er mín prívat skoðun - og ég stend við hana hvenær sem er og hvar sem er!“ skrifar hann á Facebook. „Ég get hins vegar ekki mælt fyrir munn allra Vinstrigærnna í Suðurkjördæmi, og þykir miður að Stundin hafa skilið færsluna þannig. Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi gæti mælt fyrir munn allra, en það hefur mér vitandi ekki enn komið saman á þessu ári.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár