Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vinstri græn í Suðurkjördæmi segja Sjálfstæðisflokkinn hlífa „arðræningjum“

Telja til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar skref í rétta átt fyr­ir lág­tekju­fólk en aukna skatt­heimtu hárra tekna ólík­lega „með­an Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ræð­ur efna­hags og fjár­mála­ráðu­neyt­inu“.

Vinstri græn í Suðurkjördæmi segja Sjálfstæðisflokkinn hlífa „arðræningjum“
Finnst ekki nóg að gert VG í Suðurkjördæmi telja að skattatillögur séu skref í rétta átt meira þurfi að koma til. Mynd: Fjármálaráðuneytið

Skattatillögur ríkisstjórnarinnar eru skref í rétt átt fyrir tekjulága hópa en „skerð[a] ekki hár á höfði eignafólks og arðræningja“. 

Þetta fullyrða Vinstri græn í Suðurkjördæmi á Facebook, en um er að ræða eins konar upplýsingasíðu þar sem fulltrúar flokksins deila efni með fylgjendum sínum, einkum Ari Trausti Guðmundsson sem er eini þingmaður Vinstri grænna í kjördæminu.

„Nokkur skref í áttina fyrir tekjulaga hópa en skerðir ekki hár á höfði eignafólks og arðræningja, enda varla að vænta þess meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður efnahags og fjármálaráðuneytinu,“ segir í færslunni um skattatillögur ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt tillögunum verður nýju lágtekjuskattþrepi bætt við í tekjuskattskerfinu og fyrirkomulagi persónuafsláttar breytt þannig þróun hans miðist við nýja vísitölu verðlags og framleiðniaukningar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur fagnað því sérstaklega að „ekki sé verið að hækka skattbyrðina neins staðar“ en eins og bent er á í frétt Stundarinnar í dag eru áform ríkisstjórnarinnar um að girða fyrir samnýtingu skattþrepa í raun ígildi um 3 milljarða skattahækkunar sem lendir að mestu á tekjuhæstu fjölskyldum landsins.

Uppfært kl. 17:

Þorvaldur Örn Árnason hefur gengist við því að hafa skrifað umrædd ummæli. „Ég vil taka fram, af gefnu tilefni, að svohljóðandi færsla í upphafi þessa þráðar er mín eigin; "Jú, nokkkur skref í áttina fyrir tekjulaga hópa en skerðir ekki hár á höfði eignafólks og arðræningja, enda varla að vænta þess meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður efnahags og fjármálaráðuneytinu." Ég sjálfur á meira að segja líka prentvilluna í "nokkkur"! Mér urðu á þau mistök að skrifa þetta í nafni síðunnar, "Vinstri græn í Suðurkjördæmi", en þetta er mín prívat skoðun - og ég stend við hana hvenær sem er og hvar sem er!“ skrifar hann á Facebook. „Ég get hins vegar ekki mælt fyrir munn allra Vinstrigærnna í Suðurkjördæmi, og þykir miður að Stundin hafa skilið færsluna þannig. Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi gæti mælt fyrir munn allra, en það hefur mér vitandi ekki enn komið saman á þessu ári.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu