Almenna leigufélagið hættir við hækkanir

Eft­ir sam­tal við VR hafa hækk­an­ir á leigu sem koma áttu til fram­kvæmda á næstu mán­uð­um ver­ið dregn­ar til baka. Stefnt er að lengri leigu­samn­ing­um sem tryggja ör­yggi og stöð­ugra leigu­verð.

Almenna leigufélagið hættir við hækkanir

Almenna leigufélagið hefur hætt við fyrirhugaðar hækkanir leigu sem koma áttu til framkvæmda á næstu þremur mánuðum. Uppbyggilegar samræður félagsins og VR um framtíð íslensks leigumarkaðar leiddu til þessarar niðurstöðu samkvæmt sameiginlegri tilkynningu sem þau sendu frá sér í dag.

„Leigumarkaðurinn hér á landi er enn smár í sniðum og var lengi skammtímalausn fyrir fólk þar til það gat komið sér upp eigin húsnæði,“ segir í tilkynningunni. „Á síðustu árum hefur hins vegar orðið viðhorfsbreyting sem kallar á nýja nálgun. Æ fleiri vilja sjá leigumarkaðinn sem raunhæfan valkost til lengri tíma með húsnæðisöryggi og verðstöðugleika. Hækkun á leigu íbúðarhúsnæðis varð til þess að VR og Almenna leigufélagið ræða nú hvernig hægt er að tryggja betur stöðu leigjenda.“

Auk þess að hætta við hækkanirnar verður unnið að breytingum á leigusamningum Almenna leigufélagsins með það að markmiði að bjóða samninga til lengri tíma en þekkst hefur á almenna markaðnum, þar sem tryggt er húsnæðisöryggi og stöðugra leiguverð.

„Lengri leigusamningar verða kynntir sérstaklega í byrjun mars á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst að breytinga er þörf. Háir vextir þrýsta á leiguverð, hvort sem er í félagslega kerfinu eða á hinum almenna markaði. Þegar við bætist óstöðugt lóðaframboð og hár kostnaður við byggingaframkvæmdir dregur úr leiguframboði á viðráðanlegu verði fyrir hinn almenna launamann. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa ekki tekið virkan þátt í leigumarkaði á Íslandi þrátt fyrir takmarkaða fjárfestingarmöguleika innanlands síðustu ár. Þátttaka lífeyrissjóða og annarra langtímafjárfesta í fjármögnun leigufélaga gæti skapað grundvöll fyrir lægri leigu, stöðugra leiguumhverfi og auknu húsnæðisöryggi leigjenda. Það er báðum aðilum til hagsbóta – leigjendum og leigusölum - að sterkir innlendir fjárfestar komi að uppbyggingu íslensks leigumarkaðar með langtímahagsmuni leigjenda að leiðarljósi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár