Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Almenna leigufélagið hættir við hækkanir

Eft­ir sam­tal við VR hafa hækk­an­ir á leigu sem koma áttu til fram­kvæmda á næstu mán­uð­um ver­ið dregn­ar til baka. Stefnt er að lengri leigu­samn­ing­um sem tryggja ör­yggi og stöð­ugra leigu­verð.

Almenna leigufélagið hættir við hækkanir

Almenna leigufélagið hefur hætt við fyrirhugaðar hækkanir leigu sem koma áttu til framkvæmda á næstu þremur mánuðum. Uppbyggilegar samræður félagsins og VR um framtíð íslensks leigumarkaðar leiddu til þessarar niðurstöðu samkvæmt sameiginlegri tilkynningu sem þau sendu frá sér í dag.

„Leigumarkaðurinn hér á landi er enn smár í sniðum og var lengi skammtímalausn fyrir fólk þar til það gat komið sér upp eigin húsnæði,“ segir í tilkynningunni. „Á síðustu árum hefur hins vegar orðið viðhorfsbreyting sem kallar á nýja nálgun. Æ fleiri vilja sjá leigumarkaðinn sem raunhæfan valkost til lengri tíma með húsnæðisöryggi og verðstöðugleika. Hækkun á leigu íbúðarhúsnæðis varð til þess að VR og Almenna leigufélagið ræða nú hvernig hægt er að tryggja betur stöðu leigjenda.“

Auk þess að hætta við hækkanirnar verður unnið að breytingum á leigusamningum Almenna leigufélagsins með það að markmiði að bjóða samninga til lengri tíma en þekkst hefur á almenna markaðnum, þar sem tryggt er húsnæðisöryggi og stöðugra leiguverð.

„Lengri leigusamningar verða kynntir sérstaklega í byrjun mars á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst að breytinga er þörf. Háir vextir þrýsta á leiguverð, hvort sem er í félagslega kerfinu eða á hinum almenna markaði. Þegar við bætist óstöðugt lóðaframboð og hár kostnaður við byggingaframkvæmdir dregur úr leiguframboði á viðráðanlegu verði fyrir hinn almenna launamann. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa ekki tekið virkan þátt í leigumarkaði á Íslandi þrátt fyrir takmarkaða fjárfestingarmöguleika innanlands síðustu ár. Þátttaka lífeyrissjóða og annarra langtímafjárfesta í fjármögnun leigufélaga gæti skapað grundvöll fyrir lægri leigu, stöðugra leiguumhverfi og auknu húsnæðisöryggi leigjenda. Það er báðum aðilum til hagsbóta – leigjendum og leigusölum - að sterkir innlendir fjárfestar komi að uppbyggingu íslensks leigumarkaðar með langtímahagsmuni leigjenda að leiðarljósi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár