Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Almenna leigufélagið hættir við hækkanir

Eft­ir sam­tal við VR hafa hækk­an­ir á leigu sem koma áttu til fram­kvæmda á næstu mán­uð­um ver­ið dregn­ar til baka. Stefnt er að lengri leigu­samn­ing­um sem tryggja ör­yggi og stöð­ugra leigu­verð.

Almenna leigufélagið hættir við hækkanir

Almenna leigufélagið hefur hætt við fyrirhugaðar hækkanir leigu sem koma áttu til framkvæmda á næstu þremur mánuðum. Uppbyggilegar samræður félagsins og VR um framtíð íslensks leigumarkaðar leiddu til þessarar niðurstöðu samkvæmt sameiginlegri tilkynningu sem þau sendu frá sér í dag.

„Leigumarkaðurinn hér á landi er enn smár í sniðum og var lengi skammtímalausn fyrir fólk þar til það gat komið sér upp eigin húsnæði,“ segir í tilkynningunni. „Á síðustu árum hefur hins vegar orðið viðhorfsbreyting sem kallar á nýja nálgun. Æ fleiri vilja sjá leigumarkaðinn sem raunhæfan valkost til lengri tíma með húsnæðisöryggi og verðstöðugleika. Hækkun á leigu íbúðarhúsnæðis varð til þess að VR og Almenna leigufélagið ræða nú hvernig hægt er að tryggja betur stöðu leigjenda.“

Auk þess að hætta við hækkanirnar verður unnið að breytingum á leigusamningum Almenna leigufélagsins með það að markmiði að bjóða samninga til lengri tíma en þekkst hefur á almenna markaðnum, þar sem tryggt er húsnæðisöryggi og stöðugra leiguverð.

„Lengri leigusamningar verða kynntir sérstaklega í byrjun mars á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst að breytinga er þörf. Háir vextir þrýsta á leiguverð, hvort sem er í félagslega kerfinu eða á hinum almenna markaði. Þegar við bætist óstöðugt lóðaframboð og hár kostnaður við byggingaframkvæmdir dregur úr leiguframboði á viðráðanlegu verði fyrir hinn almenna launamann. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa ekki tekið virkan þátt í leigumarkaði á Íslandi þrátt fyrir takmarkaða fjárfestingarmöguleika innanlands síðustu ár. Þátttaka lífeyrissjóða og annarra langtímafjárfesta í fjármögnun leigufélaga gæti skapað grundvöll fyrir lægri leigu, stöðugra leiguumhverfi og auknu húsnæðisöryggi leigjenda. Það er báðum aðilum til hagsbóta – leigjendum og leigusölum - að sterkir innlendir fjárfestar komi að uppbyggingu íslensks leigumarkaðar með langtímahagsmuni leigjenda að leiðarljósi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár