Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Reykjavíkurborg hættir að nota bláa lýsingu á salernum

Ákvörð­un­in er tek­in af ör­ygg­is- og skaða­minnk­un­ar­ástæð­um.

Reykjavíkurborg hættir að nota bláa lýsingu á salernum

Reykjavíkurborg mun hætta að nota blá ljós á salernum í húsnæðum borgarinnar og leitast við að semja við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um slíkt hið sama. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi út í dag, en tillaga þess efnis var samþykkt í mannréttinda- og lýðræðisráði borgarinnar.

Þetta er gert af öryggis- og skaðaminnkunarástæðum enda sé bláa ljósið hættulegra fyrir þá sem leitast í slíka lýsingu. Mannréttinda- og lýðræðisráð telur að það sé á valdi borgarinnar að koma í veg fyrir skaða og tryggja öryggi þar sem salernin eru á vegum borgarinnar.

Bláu ljósin hafa lengi átt að koma í veg fyrir að sprautufíklar noti salerni við vímuefnanotkun sína en bláa ljósið gerir æðar á yfirborði húðar minna sjáanlegar. Samkvæmt tilkynningunni hafa slíkar fælingaraðferðir takmarkað gildi.

Kemur ekki í veg fyrir sprautunoktun

Rannsóknir hafa sýnt að lýsingin komi ekki í veg fyrir sprautunotkun en hún geri þeim sem sprauta sig erfiðara fyrir auki því líkurnar á því að vímuefnanotandinn skaði sig. Forvarnargildið sé þá lítið sem ekkert. Einnig hafi rannsóknir bent til vímuefnanotandinn kjósi frekar að nota önnur úrræði en salerni til að sprauta sig en noti úrræðið helst í neyð, t.d. vegna fráhvarfa.

Talið er að lýsingin geti leitt til þess að fólk sprauti sig óvarlega og geti þar með fengið verri sár en ella sem kunni að leiða til sýkingar. Þar að auki geti óvarleg sprautunotkun leitt til þess að blóð dreifist um salerni og valdi öðrum notendum og þeim sem þrífa þau hættu.

Bláa lýsingin getur ekki aðeins verið skaðleg sprautufíklum heldur einnig haft neikvæð áhrif á fatlað fólk og fólk sem glímir við sjóntruflanir eða höfuðverki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár