Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Reykjavíkurborg hættir að nota bláa lýsingu á salernum

Ákvörð­un­in er tek­in af ör­ygg­is- og skaða­minnk­un­ar­ástæð­um.

Reykjavíkurborg hættir að nota bláa lýsingu á salernum

Reykjavíkurborg mun hætta að nota blá ljós á salernum í húsnæðum borgarinnar og leitast við að semja við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um slíkt hið sama. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi út í dag, en tillaga þess efnis var samþykkt í mannréttinda- og lýðræðisráði borgarinnar.

Þetta er gert af öryggis- og skaðaminnkunarástæðum enda sé bláa ljósið hættulegra fyrir þá sem leitast í slíka lýsingu. Mannréttinda- og lýðræðisráð telur að það sé á valdi borgarinnar að koma í veg fyrir skaða og tryggja öryggi þar sem salernin eru á vegum borgarinnar.

Bláu ljósin hafa lengi átt að koma í veg fyrir að sprautufíklar noti salerni við vímuefnanotkun sína en bláa ljósið gerir æðar á yfirborði húðar minna sjáanlegar. Samkvæmt tilkynningunni hafa slíkar fælingaraðferðir takmarkað gildi.

Kemur ekki í veg fyrir sprautunoktun

Rannsóknir hafa sýnt að lýsingin komi ekki í veg fyrir sprautunotkun en hún geri þeim sem sprauta sig erfiðara fyrir auki því líkurnar á því að vímuefnanotandinn skaði sig. Forvarnargildið sé þá lítið sem ekkert. Einnig hafi rannsóknir bent til vímuefnanotandinn kjósi frekar að nota önnur úrræði en salerni til að sprauta sig en noti úrræðið helst í neyð, t.d. vegna fráhvarfa.

Talið er að lýsingin geti leitt til þess að fólk sprauti sig óvarlega og geti þar með fengið verri sár en ella sem kunni að leiða til sýkingar. Þar að auki geti óvarleg sprautunotkun leitt til þess að blóð dreifist um salerni og valdi öðrum notendum og þeim sem þrífa þau hættu.

Bláa lýsingin getur ekki aðeins verið skaðleg sprautufíklum heldur einnig haft neikvæð áhrif á fatlað fólk og fólk sem glímir við sjóntruflanir eða höfuðverki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár