Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Borgarritari líkir borgarfulltrúum við „tudda á skólalóð“ og segir nóg komið

Stefán Ei­ríks­son borg­ar­rit­ari fer hörð­um orð­um um fram­komu ótil­greindra borg­ar­full­trúa í garð starfs­fólks borg­ar­inn­ar. Seg­ir hegð­un­ina til skamm­ar, til tjóns fyr­ir borg­ina og að um tudda­skap sé að ræða.

Borgarritari líkir borgarfulltrúum við „tudda á skólalóð“ og segir nóg komið
Hefur fengið nóg Stefán Eiríksson borgarritari hefur fengið nóg af árásum sumra borgarfulltrúa á starfsfólk Reykjavíkurborgar. Mynd: Reykjavíkurborg

Stefán Eiríksson borgarritari birti í dag afar harðort bréf á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar sem gríðarlegur fjöldi fólks hefur aðgang að. Þar gagnrýnir hann framgöngu „fáeinna“ borgarfulltrúa undanfarna mánuði og segir þá hafa „ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra.“ Hvetur Stefán starfsfólk borgarinnar til að standa saman því það sé „ekki í boði að bregðast ekki við þegar slíkar ómaklegar og óheiðarlegar árásir eru gerðar á starfsfólk Reykjavíkurborgar.“

Stefán nafngreinir engan borgarfulltrúa í bréfi sínu en segir að um fáeina borgarfulltrúa sé að ræða. Augljóst má þó vera að í bréfinu er hann að tala um borgarfulltrúa minnihlutans en það má meðal annars lesa úr eftirfarandi setningu: „Tilraunir annarra borgarfulltrúa, einkum innan meirihlutans en einnig úr röðum heiðarlegs stjórnmálafólks innan minnihlutans, til að reyna að hemja þessa skaðlegu, slæmu og fullkomlega ómaklegu hegðun hinna fáu, hafa takmarkaðan árangur borið.“

Brýnir borgarstarfsmenn til samstöðu

Ætla má að með orðum sínum sé Stefán meðal annars að vísa til Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en deilur stóðu síðasta sumar milli Mörtu og Helgu Bjarkar Laxdal, skrifstofustjóra borgarstjórnar eftir að Marta sakaði starfsfólk borgarinnar um trúnaðarbrest.

Þá kvartaði Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, í bréfi til forsætisnefndar í ágúst síðastliðnum, undan því að borgarfulltrúar hefðu farið fram með rangfærslur í umræðum á samfélagsmiðlum um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem felldi úr gildi áminningu sem Helga Björg veitti undirmanni sínum. Ekki er ólíklegt að þar hafi Helga Björg, sem þó nefndi engin nöfn í bréfi sínu, verið að vísa til Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Stefán Eiríksson sendi þannig Vigdísi tölvupóst 10. ágúst vegna færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni vegna dómsins. Þar gagnrýndi Stefán Vigdísi harðlega fyrir að hafa farið fram með rangfærslur og brotið trúnað.

„Þessi hegðun, atferli og framkoma þessara fáeinu borgarfulltrúa er til skammar og um leið til mikils tjóns fyrir Reykjavíkurborg, starfsfólk hennar og íbúa alla“

Líklegt má telja að Stefán sé að vísa til þessara atvika í nýjasta bréfi sínu en auk þessa hefur verið mjög grunnt á hinu góða innan borgarstjórnar, milli meirihluta og minnihluta, nánast allt kjörtímabilið. Nú virðist hafa Stefán hafa fengið nóg og brýnir borgarstarfsmenn til að taka sér stöðu gegn „tuddanum á skólalóðinni“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár