Það er í eðli mannsins að taka til sín það sem hann getur og ef mannskepnunni eru ekki sett mörk af yfirvöldum þá mun fólk sannarlega taka meira til sín en það hefur þörf fyrir. Þannig verður misskiptingin til og það er ekki á hendi neins nema stjórnvalda að koma í veg fyrir þá þróun.
Þetta er mat Jónu Sveinsdóttur, kjólameistara og skúringakonu. Jóna hefur látið í sér heyra að undanförnu þegar kemur að verkalýðsbaráttu og kjaramálum. Hún segir að hún sjálf hafi ekki liðið skort, eða hennar fjölskylda, en hún þekki næg dæmi um stéttaskiptingu og misskiptingu á Íslandi. Og þeim dæmum fari bara fjölgandi. „Við höfum svo sem ekki liðið skort því heildar launatekjur heimilisins hafa alltaf verið nægar. Við höfum hins vegar ekki borist á í neinu heldur. Ég hef til dæmis alltaf þurft að stunda tvö störf. Ég get svo sem sjálfri mér um kennt því …
Athugasemdir