Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnarformaður Arnarlax seldi hlutabréf í laxeldisfyrirtækinu fyrir 340 milljónir

Hin raun­veru­legu verð­mæti í ís­lensku lax­eldi eru lax­eldisk­vót­arn­ir sem fyr­ir­tæk­in halda á. Kvóti Arn­ar­lax er virði 36 millj­arða króna í Nor­egi en fyr­ir­tæk­ið greið­ir ekk­ert til rík­is­ins fyr­ir kvót­ann á Ís­landi.

Stjórnarformaður Arnarlax seldi hlutabréf  í laxeldisfyrirtækinu fyrir 340 milljónir
Hagnaðist um rúmar 200 milljónir Eignarhaldsfélag í eigu Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax, hagnaðist um rúmlega 200 milljónir árið 2017 þegar félagið seldi hlutabréf í Arnarlaxi.

Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, seldi hlutabréf í laxeldisfyrirtækinu fyrir tæplega 340 milljónir króna árið 2017. Þetta gerði Kjartan í gegnum eignarhaldsfélagið sitt, Gyðu ehf.,  og var bókfærður hagnaður Gyðu ehf. þetta ár rúmlega 204 milljónir króna. Þetta sama ár greiddi móðurfélag Gyðu, Berg fjárfesting, út 125 milljóna króna arð til Kjartans og eiginkonu hans og ráðgerði að greiða út 50 milljóna króna arð í fyrra. Um þetta segir í ársreikningi Gyðu fyrir árið 2017: „Félagið er eignarhaldsfélag utan um hlutabréfaeign í Arnarlax A/S. Á árinu seldi félagið hluta af eign sinni í félaginu.“

Hver það var sem keypti hlutabréfin af félagi Kjartans liggur ekki fyrir.  Kjartan er því sem sagt, enn sem komið er, einn af fáum sem hefur hagnast á viðskiptum með hlutabréf í íslensku laxeldi.  Kjartan hins vegar ekki ræða um þessi viðskipti í fjölmiðlum. „Ég vil ekki tjá mig í fjölmiðlum  um persónuleg viðskipti fjölskyldunnar.“

Almennt séð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár