Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

Bryn­hild­ur Bolla­dótt­ir lög­fræð­ing­ur fékk í dag úr­skurð frá yf­ir­skatta­nefnd þess efn­is að henni sé áfram heim­ilt að nota sér­eigna­sparn­að skatt­frjálst til nið­ur­greiðslu höf­uð­stóls hús­næð­is­láns, þrátt fyr­ir að hafa selt sína fyrstu íbúð. Hún tel­ur að Rík­is­skatt­stjóri hafi synj­að mörg­um um úr­ræð­ið.

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
Brynhildur Bolladóttir Lagði ríkisskattstjóra

Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur telur að Ríkisskattstjóri hafi neitað mörgum um húsnæðisúrræði sem sett var á með „leiðréttingunni“ svokölluðu. Yfirskattanefnd úrskurðaði henni í vil í dag í kjölfar þess að hún kærði niðurstöðu Ríkisskattstjóra.

Brynhildur keypti sína fyrstu íbúð árið 2014 og gat notað séreignasparnaðinn sinn til að greiða inn á höfuðstól láns síns skattfrjálst samkvæmt „leiðréttingunni“. Árið 2017 voru sett lög um ný úrræði og þeim sem höfðu keypt sína fyrstu íbúð á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 veitt heimild til þess að fara á milli úrræðanna.

Brynhildur seldi sína fyrstu eign í júlí 2017 og keypti nýja. „Ég taldi alveg ljóst skv. lögunum að ég myndi samt uppfylla skilyrði til að nýta mér úrræðið í 10 ár, þ.e. þótt ég hefði selt eignina - enda smá skrýtið að neyða fólk til að vera í sinni fyrstu eign í 10 ár til þess að nota skattfrjálsa peninga inn á höfuðstól,“ skrifar hún í færslu á Facebook.

Sótti hún um áframhald úrræðisins í desember 2017 og fékk synjun tæpu ári seinna, í nóvember 2018. „Ég kærði það til yfirskattanefndar og fékk niðurstöðu í dag - auðvitað átti ég rétt á því að halda áfram,“ skrifar hún. „Ég skil eiginlega ekki enn hvernig RSK fékk þá niðurstöðu að ég ætti ekki rétt á þessu, t.d. ef maður les bara þessar leiðbeiningar frá þeim sjálfum.“

Brynhildur segist ánægð með niðurstöðuna en hefur áhyggjur af þeim sem sóttu um á sama grundvelli og hún og var hafnað. „Ég veit um þónokkur dæmi þess að fólk hafi fengið synjun - a.m.k. ein kærði og fékk sömu niðurstöðu og ég,“ skrifar hún. „Ég vona innilega að Ríkisskattstjóri fari aftur yfir allar þessar umsóknir m.t.t. niðurstöðu yfirskattanefndar og leiðrétti þetta þar sem við á - ekki aðeins þeim sem kærðu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skuldaleiðréttingin

Greiningardeild Arion banka: Bankaskatturinn ein af ástæðum þess hve vextir eru háir
Fréttir

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka: Banka­skatt­ur­inn ein af ástæð­um þess hve vext­ir eru há­ir

Sér­staki skatt­ur­inn á fjár­mála­fyr­ir­tæki var lög­fest­ur ár­ið 2010 en víkk­að­ur út og hækk­að­ur um­tals­vert í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar til að standa und­ir 80 millj­arða rík­is­út­gjöld­um vegna höf­uð­stóls­lækk­un­ar verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Grein­ing­ar­deild Ari­on banka full­yrð­ir að skatt­ur­inn hafi þrýst upp út­lána­vöxt­um bank­anna.
Svikna kynslóðin í landi jakkafatanna
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Svikna kyn­slóð­in í landi jakkafat­anna

Ís­lenski draum­ur­inn er í upp­námi. Í ein­fald­aðri mynd sér ungt fólk nú fram á að flytja á jað­ar­svæði, borga leigu til GAMMA og greiða vegtolla á leið í og úr þjón­ustu­störf­um fyr­ir ferða­menn til að fjár­magna vega­kerfi fyr­ir ferða­menn. Á þess­ari öld hafa ráð­stöf­un­ar­tekj­ur elsta ald­urs­hóps­ins auk­ist rúm­lega fimmtán­falt meira en ráð­stöf­un­ar­tekj­ur fólks und­ir þrí­tugu og eign­ir safn­ast sam­an hjá eldri kyn­slóð­inni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár