Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði

Bryn­hild­ur Bolla­dótt­ir lög­fræð­ing­ur fékk í dag úr­skurð frá yf­ir­skatta­nefnd þess efn­is að henni sé áfram heim­ilt að nota sér­eigna­sparn­að skatt­frjálst til nið­ur­greiðslu höf­uð­stóls hús­næð­is­láns, þrátt fyr­ir að hafa selt sína fyrstu íbúð. Hún tel­ur að Rík­is­skatt­stjóri hafi synj­að mörg­um um úr­ræð­ið.

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
Brynhildur Bolladóttir Lagði ríkisskattstjóra

Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur telur að Ríkisskattstjóri hafi neitað mörgum um húsnæðisúrræði sem sett var á með „leiðréttingunni“ svokölluðu. Yfirskattanefnd úrskurðaði henni í vil í dag í kjölfar þess að hún kærði niðurstöðu Ríkisskattstjóra.

Brynhildur keypti sína fyrstu íbúð árið 2014 og gat notað séreignasparnaðinn sinn til að greiða inn á höfuðstól láns síns skattfrjálst samkvæmt „leiðréttingunni“. Árið 2017 voru sett lög um ný úrræði og þeim sem höfðu keypt sína fyrstu íbúð á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 veitt heimild til þess að fara á milli úrræðanna.

Brynhildur seldi sína fyrstu eign í júlí 2017 og keypti nýja. „Ég taldi alveg ljóst skv. lögunum að ég myndi samt uppfylla skilyrði til að nýta mér úrræðið í 10 ár, þ.e. þótt ég hefði selt eignina - enda smá skrýtið að neyða fólk til að vera í sinni fyrstu eign í 10 ár til þess að nota skattfrjálsa peninga inn á höfuðstól,“ skrifar hún í færslu á Facebook.

Sótti hún um áframhald úrræðisins í desember 2017 og fékk synjun tæpu ári seinna, í nóvember 2018. „Ég kærði það til yfirskattanefndar og fékk niðurstöðu í dag - auðvitað átti ég rétt á því að halda áfram,“ skrifar hún. „Ég skil eiginlega ekki enn hvernig RSK fékk þá niðurstöðu að ég ætti ekki rétt á þessu, t.d. ef maður les bara þessar leiðbeiningar frá þeim sjálfum.“

Brynhildur segist ánægð með niðurstöðuna en hefur áhyggjur af þeim sem sóttu um á sama grundvelli og hún og var hafnað. „Ég veit um þónokkur dæmi þess að fólk hafi fengið synjun - a.m.k. ein kærði og fékk sömu niðurstöðu og ég,“ skrifar hún. „Ég vona innilega að Ríkisskattstjóri fari aftur yfir allar þessar umsóknir m.t.t. niðurstöðu yfirskattanefndar og leiðrétti þetta þar sem við á - ekki aðeins þeim sem kærðu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skuldaleiðréttingin

Greiningardeild Arion banka: Bankaskatturinn ein af ástæðum þess hve vextir eru háir
Fréttir

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka: Banka­skatt­ur­inn ein af ástæð­um þess hve vext­ir eru há­ir

Sér­staki skatt­ur­inn á fjár­mála­fyr­ir­tæki var lög­fest­ur ár­ið 2010 en víkk­að­ur út og hækk­að­ur um­tals­vert í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar til að standa und­ir 80 millj­arða rík­is­út­gjöld­um vegna höf­uð­stóls­lækk­un­ar verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Grein­ing­ar­deild Ari­on banka full­yrð­ir að skatt­ur­inn hafi þrýst upp út­lána­vöxt­um bank­anna.
Svikna kynslóðin í landi jakkafatanna
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Svikna kyn­slóð­in í landi jakkafat­anna

Ís­lenski draum­ur­inn er í upp­námi. Í ein­fald­aðri mynd sér ungt fólk nú fram á að flytja á jað­ar­svæði, borga leigu til GAMMA og greiða vegtolla á leið í og úr þjón­ustu­störf­um fyr­ir ferða­menn til að fjár­magna vega­kerfi fyr­ir ferða­menn. Á þess­ari öld hafa ráð­stöf­un­ar­tekj­ur elsta ald­urs­hóps­ins auk­ist rúm­lega fimmtán­falt meira en ráð­stöf­un­ar­tekj­ur fólks und­ir þrí­tugu og eign­ir safn­ast sam­an hjá eldri kyn­slóð­inni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár