Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

Eign­ar­hald eig­in­konu Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, á sjóði sem fjár­festi í ís­lenskri ferða­þjón­ustu hef­ur far­ið leynt í átta ár. Mál­ið sýn­ir hversu auð­velt get­ur ver­ið fyr­ir er­lenda lög­að­ila að stunda fjár­fest­ing­ar á Ís­landi, án þess að fyr­ir liggi um hverja ræð­ir.

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
Bakdyramegin inn í viðskiptalífið Mál Hreiðars Más Sigurðssonar og sjóðs Stefnis sýnir hversu auðvelt það getur verið fyrir erlenda lögaðila að koma bakdyramegin inn í viðskiptalífið í gegnum safnreikninga, banka í öðrum löndum og með notkun aflandsfélaga. Mynd: MBL / Kristinn Ingvarsson

Hvorki sjóðsstýringarfyrirtækið Stefnir né Fjármálaeftirlitið vissu að eignarhaldsfélag eiginkonu Hreiðars Más Sigurðssonar á Tortólu, Fultech, væri eignaraðili að sjóðnum Icelandic Travel Service Fund. Sjóðurinn var stofnaður árið 2011 og átti meðal annars um tíma hlut í náttúruperlunni Þríhnúkagíg sem á nokkrum árum hefur orðið einn af þekktari ferðamannastöðum landsins. Stundin greindi frá eignarhaldi Tortólufélagsins á hlutdeildarskírteinum í sjóðnum í síðustu viku. 

Eins og sagt var frá í grein blaðsins þá var umrætt Tortólufélagið Fultech flutt til Lúxemborgar í lok árs 2017 og sameinað félaginu Vinson Capital. Fultech átti þá ríflega 310 milljóna króna eignir, eignir sem að langmestu leyti voru umræddur sjóður Stefnis. 

Stefnir vissi ekki um eigendurna

Sjóðurinn Icelandic Travel Service Fund var upphaflega stofnaður árið 2011, að beiðni Banque Havilland í Lúxemborg, en sá banki var stofnaður á rústum gamla Kaupþings í Lúxemborg. Þetta segir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, við Stundina: „Við fáum fyrirspurn frá Banque Havilland um hvort við getum sett á laggirnar sjóð sem fjárfest getur í ferðaþjónustu á Íslandi. Framlagið yrði fyrst frá Banque Havilland, safnreikningi þar. Við sögðum bara að við myndum setja upp reglur fyrir sjóðinn og skipa þyrfti fjárfestingaráð fyrir hann.“  

 „Nei, við vitum það ekki“

Safnreikningar virka þannig að raunverulegir eigendur fjármunanna á bak við reikninginn eru ekki opinberir. Flóki segir að forsvarsmenn Stefnis hafi ekki vitað hvaða fjárfestar hafi verið á bak við sjóðinn. „Nei, við vitum það ekki. Þetta er svokallaður safnreikningur Banque Havilland sem upphaflega fjárfestir þarna,“ segir Flóki en eins og hann segir þá var það Banque Havilland sem var upphaflega í fyrirsvari fyrir viðskiptamennina á bak við fjárfestinguna. Flóki segir að meiningin hafi svo verið að sjóðurinn ætti að stækka en af því varð ekki. 

Alveg ljóst er því að Stefnir vissi ekki að það væri eiginkona Hreiðars Más sem væri á bak við fjármunina í umræddum sjóði: „Þessir safnreikningar eru þannig að við sjáum ekki hverjir viðskiptavinir erlendra fjárfesta sem fjárfesta hjá okkur eru. Við göngum bara úr skugga um að um sé að ræða fagfjárfesta og gerum ráð fyrir að erlenda fjármálafyrirtækið hafi staðfest þá sem fagfjárfesta […] Við áttum einn mann í fjárfestingarráði sjóðsins og Banque Havilland átti tvo að mig minnir en þetta fjárfestingarráð hefur ekki hist í mörg ár.“

Erfitt að rekja eignarhaldErfitt getur verið stofnanir eins og FME, sem Unnur Gunnarsdóttir stýrir að rekja eignarhald á hlutdeildarskírteinum sjóða. Stofnunin þarf að hafa ástæður til að kalla eftir upplýsingum um slíkt eignarhald.

FME spurði ekki um sjóðinn

Í svörum frá Fjármálaeftirlitinu um eftirlit stofnunarinnar með fjárfestingum í sjóðum eins og Icelandic Travel Service Fund kemur fram að ekki sé óskað eftir því að fá nöfn eigenda hlutdeildarskírteina í sjóðum. FME segir hins vegar að stofnunin geti kallað eftir þessum upplýsingum um einstaka sjóði: „Fjármálaeftirlitið óskar ekki eftir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina í reglubundinni gagnaöflun Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar heimild til að kalla eftir öllum gögnum og upplýsingum hjá þeim aðilum sem lögin taka til ef stofnunin telur þau nauðsynleg vegna eftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hefur kallað eftir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina sjóða í sértækum athugunum,“ segir í svari frá Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa FME. 

Fjármálaeftirlitið getur hins vegar ekki greint frá því hvort óskað hafi verið eftir upplýsingum um hluthafa þessa tiltekna sjóðs: „Í svari okkar við síðustu spurningu sögðum við að Fjármálaeftirlitið hefði kallað eftir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina sjóða í sértækum athugunum. Við gefum hins vegar ekki upplýsingar um einstaka aðila hvað þetta varðar. Við getum því ekki svarað þessari spurningu.“

Miðað við það að Stefnir bjó ekki yfir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina í Icelandic Travel Service Fund þá virðist vera ljóst að FME hafi ekki heldur kallað eftir þessum upplýsingum enda hefur ekki komið fram að ástæða hafi verið til þess. . Miðað við upplýsingarnar frá FME og Stefni þá er einnig mögulegt að FME hefði þurft að biðja Banque Havilland í Lúxemborg um upplýsingar um eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðnum ef svo hefði borið undir.  Öðru máli gegnir ef til dæmis Kvika eða annar íslenskur  væri skráður fyrir umræddum safnreikningi því þá gæti FME leitað beint til viðkomandi banka eftir upplýsingum. 

Fé komið leynilega og löglega til landsins

Málið sýnir vel hversu auðvelt það getur verið fyrir aðila, sem ekki vilja sjálfir vera skráðir fyrir tilteknum eignum á Íslandi, að koma bakdyramegin inn í íslenskt viðskiptalíf  með notkun á sjóðum, safnreikningum, erlendum fjármálafyrirtækjum og eftir atvikum aflandsfélögum í Lúxemborg eða skattaskjólsfélögum á Tortólu. Íslenskar eftirlitsstofnanir eiga ekki auðvelt með að kortleggja slíkt dulið eignarhald og er því líklegra en ekki að það komi aldrei í ljós.  Með þessum hætti geta aðilar sem eiga fé erlendis komið því inn í landið með löglegum hætti án þess að það veki athygli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár