Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

Eign­ar­hald eig­in­konu Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, á sjóði sem fjár­festi í ís­lenskri ferða­þjón­ustu hef­ur far­ið leynt í átta ár. Mál­ið sýn­ir hversu auð­velt get­ur ver­ið fyr­ir er­lenda lög­að­ila að stunda fjár­fest­ing­ar á Ís­landi, án þess að fyr­ir liggi um hverja ræð­ir.

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
Bakdyramegin inn í viðskiptalífið Mál Hreiðars Más Sigurðssonar og sjóðs Stefnis sýnir hversu auðvelt það getur verið fyrir erlenda lögaðila að koma bakdyramegin inn í viðskiptalífið í gegnum safnreikninga, banka í öðrum löndum og með notkun aflandsfélaga. Mynd: MBL / Kristinn Ingvarsson

Hvorki sjóðsstýringarfyrirtækið Stefnir né Fjármálaeftirlitið vissu að eignarhaldsfélag eiginkonu Hreiðars Más Sigurðssonar á Tortólu, Fultech, væri eignaraðili að sjóðnum Icelandic Travel Service Fund. Sjóðurinn var stofnaður árið 2011 og átti meðal annars um tíma hlut í náttúruperlunni Þríhnúkagíg sem á nokkrum árum hefur orðið einn af þekktari ferðamannastöðum landsins. Stundin greindi frá eignarhaldi Tortólufélagsins á hlutdeildarskírteinum í sjóðnum í síðustu viku. 

Eins og sagt var frá í grein blaðsins þá var umrætt Tortólufélagið Fultech flutt til Lúxemborgar í lok árs 2017 og sameinað félaginu Vinson Capital. Fultech átti þá ríflega 310 milljóna króna eignir, eignir sem að langmestu leyti voru umræddur sjóður Stefnis. 

Stefnir vissi ekki um eigendurna

Sjóðurinn Icelandic Travel Service Fund var upphaflega stofnaður árið 2011, að beiðni Banque Havilland í Lúxemborg, en sá banki var stofnaður á rústum gamla Kaupþings í Lúxemborg. Þetta segir Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, við Stundina: „Við fáum fyrirspurn frá Banque Havilland um hvort við getum sett á laggirnar sjóð sem fjárfest getur í ferðaþjónustu á Íslandi. Framlagið yrði fyrst frá Banque Havilland, safnreikningi þar. Við sögðum bara að við myndum setja upp reglur fyrir sjóðinn og skipa þyrfti fjárfestingaráð fyrir hann.“  

 „Nei, við vitum það ekki“

Safnreikningar virka þannig að raunverulegir eigendur fjármunanna á bak við reikninginn eru ekki opinberir. Flóki segir að forsvarsmenn Stefnis hafi ekki vitað hvaða fjárfestar hafi verið á bak við sjóðinn. „Nei, við vitum það ekki. Þetta er svokallaður safnreikningur Banque Havilland sem upphaflega fjárfestir þarna,“ segir Flóki en eins og hann segir þá var það Banque Havilland sem var upphaflega í fyrirsvari fyrir viðskiptamennina á bak við fjárfestinguna. Flóki segir að meiningin hafi svo verið að sjóðurinn ætti að stækka en af því varð ekki. 

Alveg ljóst er því að Stefnir vissi ekki að það væri eiginkona Hreiðars Más sem væri á bak við fjármunina í umræddum sjóði: „Þessir safnreikningar eru þannig að við sjáum ekki hverjir viðskiptavinir erlendra fjárfesta sem fjárfesta hjá okkur eru. Við göngum bara úr skugga um að um sé að ræða fagfjárfesta og gerum ráð fyrir að erlenda fjármálafyrirtækið hafi staðfest þá sem fagfjárfesta […] Við áttum einn mann í fjárfestingarráði sjóðsins og Banque Havilland átti tvo að mig minnir en þetta fjárfestingarráð hefur ekki hist í mörg ár.“

Erfitt að rekja eignarhaldErfitt getur verið stofnanir eins og FME, sem Unnur Gunnarsdóttir stýrir að rekja eignarhald á hlutdeildarskírteinum sjóða. Stofnunin þarf að hafa ástæður til að kalla eftir upplýsingum um slíkt eignarhald.

FME spurði ekki um sjóðinn

Í svörum frá Fjármálaeftirlitinu um eftirlit stofnunarinnar með fjárfestingum í sjóðum eins og Icelandic Travel Service Fund kemur fram að ekki sé óskað eftir því að fá nöfn eigenda hlutdeildarskírteina í sjóðum. FME segir hins vegar að stofnunin geti kallað eftir þessum upplýsingum um einstaka sjóði: „Fjármálaeftirlitið óskar ekki eftir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina í reglubundinni gagnaöflun Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar heimild til að kalla eftir öllum gögnum og upplýsingum hjá þeim aðilum sem lögin taka til ef stofnunin telur þau nauðsynleg vegna eftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hefur kallað eftir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina sjóða í sértækum athugunum,“ segir í svari frá Sigurði Valgeirssyni, upplýsingafulltrúa FME. 

Fjármálaeftirlitið getur hins vegar ekki greint frá því hvort óskað hafi verið eftir upplýsingum um hluthafa þessa tiltekna sjóðs: „Í svari okkar við síðustu spurningu sögðum við að Fjármálaeftirlitið hefði kallað eftir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina sjóða í sértækum athugunum. Við gefum hins vegar ekki upplýsingar um einstaka aðila hvað þetta varðar. Við getum því ekki svarað þessari spurningu.“

Miðað við það að Stefnir bjó ekki yfir upplýsingum um eigendur hlutdeildarskírteina í Icelandic Travel Service Fund þá virðist vera ljóst að FME hafi ekki heldur kallað eftir þessum upplýsingum enda hefur ekki komið fram að ástæða hafi verið til þess. . Miðað við upplýsingarnar frá FME og Stefni þá er einnig mögulegt að FME hefði þurft að biðja Banque Havilland í Lúxemborg um upplýsingar um eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðnum ef svo hefði borið undir.  Öðru máli gegnir ef til dæmis Kvika eða annar íslenskur  væri skráður fyrir umræddum safnreikningi því þá gæti FME leitað beint til viðkomandi banka eftir upplýsingum. 

Fé komið leynilega og löglega til landsins

Málið sýnir vel hversu auðvelt það getur verið fyrir aðila, sem ekki vilja sjálfir vera skráðir fyrir tilteknum eignum á Íslandi, að koma bakdyramegin inn í íslenskt viðskiptalíf  með notkun á sjóðum, safnreikningum, erlendum fjármálafyrirtækjum og eftir atvikum aflandsfélögum í Lúxemborg eða skattaskjólsfélögum á Tortólu. Íslenskar eftirlitsstofnanir eiga ekki auðvelt með að kortleggja slíkt dulið eignarhald og er því líklegra en ekki að það komi aldrei í ljós.  Með þessum hætti geta aðilar sem eiga fé erlendis komið því inn í landið með löglegum hætti án þess að það veki athygli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár