Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögreglan hefur fengið gögn í hendur um Procar

Mið­læg deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er með mál­efni bíla­leig­unn­ar til skoð­un­ar. Formað­ur Bíl­greina­sam­bands­ins von­ar að um ein­stakt til­vik sé að ræða.

Lögreglan hefur fengið gögn í hendur um Procar
Rannsókn á frumstigi Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn á bílaleigunni Procar á algjöru frumstigi.

Miðlæg deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málefni bílaleigunnar Procar til skoðunar. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn í samtali við Stundina. Lögreglunni hafa borist gögn varðandi fyrirtækið í tengslum við fréttaflutning af því hvernig kílómetramælum bíla þess hefur verið breytt og staða þeirra fölsuð.

„Við fengum ákveðin gögn í hendurnar tengd þessu sem við erum bara að byrja að rýna. Það er á algjöru frumstigi, skoðun á málinu. Við höfum auðvitað fylgst með fréttaflutningi af málinu og munum skoða það,“ segir Karl Steinar.

Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins sem hefur innan sinna vébanda bílasölur, segir mál Procar alvarlegt. „Það þarf að skoða þetta ofan í kjölinn og við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Þarna er verið að beita aðferðum sem standast ekki eðlilega viðskiptahætti og eru óréttmætar.“

„Ég vonast til að þetta sé einstakt tilvik“

Spurður hvort ástæða sé til að óttast að aðferðir Procar séu ekki einsdæmi og tíðkist hjá öðrum bílaleigum segist Jón Trausti vona að svo sé ekki. „Ég vonast til að þetta sé einstakt tilvik. Ég veit að í bílaleigustarfseminni er mikð af heiðarlegu og góðu fólki og ég trúi því að þetta sé ekki viðtekin venja annars staðar. Við hjá Bílgreinasambandinu munum fylgjast vel með málinu og sjá hvernig það þróast.“

Bílaleigunefnd Samtaka ferðaþjónustunnar fundaði í dag vegna málsins, en bílaleigur starfa undir hatti samtakanna. Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá samtökunum, sagði þegar Stundin náði tali af honum á fjórða tímanum að verið væri að vinna úr þeim upplýsingum sem fram hefðu komið á fundinum og búast mætti við tilkynningu síðar í dag. Aðspurður hvers efnis sú tilkynning yrði vildi Gunnar Valur ekkert gefa frekar upp um það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár