Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögreglan hefur fengið gögn í hendur um Procar

Mið­læg deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er með mál­efni bíla­leig­unn­ar til skoð­un­ar. Formað­ur Bíl­greina­sam­bands­ins von­ar að um ein­stakt til­vik sé að ræða.

Lögreglan hefur fengið gögn í hendur um Procar
Rannsókn á frumstigi Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn á bílaleigunni Procar á algjöru frumstigi.

Miðlæg deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málefni bílaleigunnar Procar til skoðunar. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn í samtali við Stundina. Lögreglunni hafa borist gögn varðandi fyrirtækið í tengslum við fréttaflutning af því hvernig kílómetramælum bíla þess hefur verið breytt og staða þeirra fölsuð.

„Við fengum ákveðin gögn í hendurnar tengd þessu sem við erum bara að byrja að rýna. Það er á algjöru frumstigi, skoðun á málinu. Við höfum auðvitað fylgst með fréttaflutningi af málinu og munum skoða það,“ segir Karl Steinar.

Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins sem hefur innan sinna vébanda bílasölur, segir mál Procar alvarlegt. „Það þarf að skoða þetta ofan í kjölinn og við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Þarna er verið að beita aðferðum sem standast ekki eðlilega viðskiptahætti og eru óréttmætar.“

„Ég vonast til að þetta sé einstakt tilvik“

Spurður hvort ástæða sé til að óttast að aðferðir Procar séu ekki einsdæmi og tíðkist hjá öðrum bílaleigum segist Jón Trausti vona að svo sé ekki. „Ég vonast til að þetta sé einstakt tilvik. Ég veit að í bílaleigustarfseminni er mikð af heiðarlegu og góðu fólki og ég trúi því að þetta sé ekki viðtekin venja annars staðar. Við hjá Bílgreinasambandinu munum fylgjast vel með málinu og sjá hvernig það þróast.“

Bílaleigunefnd Samtaka ferðaþjónustunnar fundaði í dag vegna málsins, en bílaleigur starfa undir hatti samtakanna. Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá samtökunum, sagði þegar Stundin náði tali af honum á fjórða tímanum að verið væri að vinna úr þeim upplýsingum sem fram hefðu komið á fundinum og búast mætti við tilkynningu síðar í dag. Aðspurður hvers efnis sú tilkynning yrði vildi Gunnar Valur ekkert gefa frekar upp um það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár