Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

Eig­end­ur Procar, þeir Gunn­ar Björn Gunn­ars­son og Har­ald­ur Sveinn Gunn­ars­son, greiddu sér 48 millj­óna arð út úr fyr­ir­tæk­inu þeg­ar svindlið með kíló­metra­mæla stóð sem hæst.

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

Bílaleigan Procar ehf. seldi bíla fyrir meira en tvo milljarða árin 2014, 2015 og 2016. Á þessum árum stóð fyrirtækið í stórtæku svindli þar sem átt var við kílómetrastöðu notaðra bíla til að gera þá söluvænlegri.

Kveikur fjallaði um málið í gær en fyrirtækið hefur sent út yfirlýsingu þar sem háttsemin er að hluta viðurkennd. 

200 milljóna hagnaður var af rekstri bílaleigunnar árin 2015 og 2016 ef litið er fram hjá fjármagnsliðum, en alls voru rekstrartekjurnar 2,2 milljarðar árið 2016 og 1,3 milljarðar árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningum félagsins. Procar er í eigu Gunnars Björns Gunnarssonar og Platinum ehf., eignarhaldsfélags Haraldar Sveins Gunnarssonar.

Þegar vaxtagjöld eru tekin með í reikninginn hagnaðist fyrirtækið um 21 milljón árin 2015 og 2016. Hagnaðurinn var meiri árin á undan, 51 milljón árið 2014 og 11,3 milljónir 2013. Þetta gerði eigendum kleift að greiða sér út arð upp á 48 milljónir króna, en ákvörðunin var tekin á aðalfundi félagsins þann 27. júlí 2015. 

Samkvæmt yfirlýsingu sem Procar sendi út í gær var átt við kílómetramælana frá 2013 til 2015. Eins og Stundin greindi frá í dag stóð svindlið þó yfir langt fram eftir árinu 2016 og benda fyrirliggjandi gögn til þess að Gunnar Björn, eigandi og framkvæmdastjóri, hafi sjálfur tekið þátt í því. Eignir fyrirtækisins voru metnar á um milljarð í árslok 2016 en eigið fé þess nam 23 milljónum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár