Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Verðlag einna hæst á Íslandi og heldur áfram að hækka

Verð­lag á Ís­landi var það hæsta í Evr­ópu ár­ið 2017 sam­kvæmt gögn­um Eurostat og vörukarf­an í Reykja­vík er miklu dýr­ari en í höf­uð­borg­um hinna Norð­ur­landa­þjóð­anna sam­kvæmt verð­lags­eft­ir­liti ASÍ. Verð­bólga mun halda áfram að aukast ár­ið 2019 og pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans er við öllu bú­in.

Verðlag einna hæst á Íslandi og heldur áfram að hækka

Verðbólga mældist 3,4 prósent í janúar og horfur eru á að hún haldi áfram að aukast eftir því sem líður á árið. Áhrifin má ekki síst rekja til gengislækkunar krónunnar en gengið verður líklegra lægra á fyrsta fjórðungi ársins 2019 heldur en spáð var í nóvember. 

Þetta kemur fram í nýju Peningamálahefti Seðlabanka Íslands sem gefið var út samhliða vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í vikunni.

Bent er á að vaxtahækkun Seðlabankans í nóvember hafi skilað sér í hækkun óverðtryggðra inn- og útlánsvaxta viðskiptabankanna auk þess sem óverðtryggðir og óbreytilegir vextir lífeyrissjóða hafi hækkað.

Þótt peningastefnunefnd kjósi að halda vöxtum óbreyttum að sinni sendir hún skýr skilaboð í yfirlýsingu sinni um að hún hafi „bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum við markmið til lengri tíma litið“. Slíkt geti „kallað á harðara taumhald peningastefnunnar á komandi mánuðum“. Þetta er í takt við yfirlýsingar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra – sem hafa farið öfugt ofan í forystufólk verkalýðshreyfingarinnar – um að „verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm“ yrðu „áfall“ sem þyrfti að mæta með hærri vöxtum.

Samkvæmt uppfærðri tölfræði Eurostat var verðlag á Íslandi það hæsta í Evrópu árið 2017. Hagstofan benti nýlega á þetta og birti eftirfarandi mynd:

Þetta birtist skýrt í verði á matvælum, en samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru er vörukarfan í Reykjavík miklu dýrari en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Vörukarfa samansett af algengum matvörum úr helstu vöruflokkum er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki þar sem hún er ódýrust. 

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, hefur þó bent á að myndin sé ekki jafn svört í desember ef gögn Eurostat um hlutfallslegt verðlag frá 2017 eru metin með tilliti til breytinga á gengi gjaldmiðla.

Verðbólga var 3,3 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en þar vó þyngst verðhækkun innfluttrar vöru í kjölfar gengislækkunar krónunnar, einkum verðhækkun á nýjum bílum, auk þess sem kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst. Verðbólga var svo 3,4% nú í janúar, prósentustigi hærri en í janúar 2018.

Að mati Seðlabankans hafa áhrif gengislækkunar síðastliðið haust bæst við innlendan verðbólguþrýsting vegna viðvarandi framleiðsluspennu og undirliggjandi verðbólga að sama skapi aukist. Má vænta þess að verðbólga haldi áfram að aukast, nái hámarki í 3,8% á þriðja fjórðungi ársins 2019 og verði um eða yfir 3% fram á mitt næsta ár en komin í grennd við verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný undir lok ársins. 

Ef spá Seðlabankans gengur eftir verður hagvöxtur árið 2019 sá minnsti frá árinu 2012, eða 1,8 prósent. Vísbendingar eru um að töluvert hafi dregið úr vexti ferðaþjónustu og að útflutningur þjónustu muni dragast saman í ár í fyrsta skipti síðan 2008. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu