Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Verðlag einna hæst á Íslandi og heldur áfram að hækka

Verð­lag á Ís­landi var það hæsta í Evr­ópu ár­ið 2017 sam­kvæmt gögn­um Eurostat og vörukarf­an í Reykja­vík er miklu dýr­ari en í höf­uð­borg­um hinna Norð­ur­landa­þjóð­anna sam­kvæmt verð­lags­eft­ir­liti ASÍ. Verð­bólga mun halda áfram að aukast ár­ið 2019 og pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans er við öllu bú­in.

Verðlag einna hæst á Íslandi og heldur áfram að hækka

Verðbólga mældist 3,4 prósent í janúar og horfur eru á að hún haldi áfram að aukast eftir því sem líður á árið. Áhrifin má ekki síst rekja til gengislækkunar krónunnar en gengið verður líklegra lægra á fyrsta fjórðungi ársins 2019 heldur en spáð var í nóvember. 

Þetta kemur fram í nýju Peningamálahefti Seðlabanka Íslands sem gefið var út samhliða vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í vikunni.

Bent er á að vaxtahækkun Seðlabankans í nóvember hafi skilað sér í hækkun óverðtryggðra inn- og útlánsvaxta viðskiptabankanna auk þess sem óverðtryggðir og óbreytilegir vextir lífeyrissjóða hafi hækkað.

Þótt peningastefnunefnd kjósi að halda vöxtum óbreyttum að sinni sendir hún skýr skilaboð í yfirlýsingu sinni um að hún hafi „bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum við markmið til lengri tíma litið“. Slíkt geti „kallað á harðara taumhald peningastefnunnar á komandi mánuðum“. Þetta er í takt við yfirlýsingar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra – sem hafa farið öfugt ofan í forystufólk verkalýðshreyfingarinnar – um að „verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm“ yrðu „áfall“ sem þyrfti að mæta með hærri vöxtum.

Samkvæmt uppfærðri tölfræði Eurostat var verðlag á Íslandi það hæsta í Evrópu árið 2017. Hagstofan benti nýlega á þetta og birti eftirfarandi mynd:

Þetta birtist skýrt í verði á matvælum, en samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru er vörukarfan í Reykjavík miklu dýrari en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Vörukarfa samansett af algengum matvörum úr helstu vöruflokkum er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki þar sem hún er ódýrust. 

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, hefur þó bent á að myndin sé ekki jafn svört í desember ef gögn Eurostat um hlutfallslegt verðlag frá 2017 eru metin með tilliti til breytinga á gengi gjaldmiðla.

Verðbólga var 3,3 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en þar vó þyngst verðhækkun innfluttrar vöru í kjölfar gengislækkunar krónunnar, einkum verðhækkun á nýjum bílum, auk þess sem kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst. Verðbólga var svo 3,4% nú í janúar, prósentustigi hærri en í janúar 2018.

Að mati Seðlabankans hafa áhrif gengislækkunar síðastliðið haust bæst við innlendan verðbólguþrýsting vegna viðvarandi framleiðsluspennu og undirliggjandi verðbólga að sama skapi aukist. Má vænta þess að verðbólga haldi áfram að aukast, nái hámarki í 3,8% á þriðja fjórðungi ársins 2019 og verði um eða yfir 3% fram á mitt næsta ár en komin í grennd við verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný undir lok ársins. 

Ef spá Seðlabankans gengur eftir verður hagvöxtur árið 2019 sá minnsti frá árinu 2012, eða 1,8 prósent. Vísbendingar eru um að töluvert hafi dregið úr vexti ferðaþjónustu og að útflutningur þjónustu muni dragast saman í ár í fyrsta skipti síðan 2008. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár