Útlit fyrir að Bergþór gegni varaformennsku í nefndinni

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokksns, gæti tek­ið við for­mennsku í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd. „Mið­flokk­ur­inn styð­ur Jón Gunn­ars­son og það virð­ist vera gagn­kvæm virð­ing á milli þeirra,“ seg­ir þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Útlit fyrir að Bergþór gegni varaformennsku í nefndinni
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins. Mynd: Miðflokkurinn

Stjórnarandstaðan gæti misst einn af þremur formönnum sínum í fastanefndum Alþingis en þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hafa nú til skoðunar að skipta Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, út sem formanni umhverfis- og samgöngunefndar fyrir Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrsta varaformann nefndarinnar.

Bylgjan greindi frá þessu í hádeginu og hafði eftir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanni Vinstri grænna, að farið gæti svo að Ari Trausti Guðmundsson yrði fyrsti varaformaður nefndarinnar og Bergþór annar varaformaður. 

Bergþór settist aftur á þing í lok janúar eftir að hafa tekið sér leyfi í kjölfar þess að Stundin og DV birtu upptökur af svívirðingum sem hann lét frá sér í drykkjusamsæti með fleiri þingmönnum. Meðal þess sem Bergþór heyrðist segja var að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, væri „húrrandi klikkuð kunta“, að Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum væri „miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum“, að Albertína Elíastdóttir, þingkona Samfylkingarinnar hefði reynt að nauðga sér, að hann vildi „ríða“ Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og hún væri „skrokkur sem typpið á mér dugði í“ auk annarra ógeðfelldra ummæla um konur og kollega sína.

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tjáir sig um nýjustu vendingar á Facebook og segir að stjórnarandstaðan hafi lagt til að Miðflokkurinn myndi einfaldlega velja annan úr sínum hópi sem formann umhverfis- og samgöngunefndar. 

„Forysta Miðflokksins virðist hins vegar ekki treysta þeim Þorsteini Sæmundssyni, Birgi Þórarinssyni og Sigurði Páli til verksins. Til að leysa þetta leggja stjórnarflokkarnir til þrjá karla í stjórn nefndarinnar, þar af áfram þann sem enginn þarna treystir til að stýra fundi,“ skrifar hún. Hér ber að taka fram að nefndinni er nú þegar stýrt af þremur körlum, þessum sömu með annarri uppröðun. 

„Af hverju leggja þau til Jón Gunnarsson? Jú af því að Miðflokkurinn styður Jón Gunnarsson og það virðist vera gagnkvæm virðing á milli þeirra. Þessi ákvörðun um að veita Miðflokki dagskrárvaldið hér þykir mér afskaplega áhugaverð. Meirihlutinn ræður, þess vegna er það ríkisstjórnarflokkanna að taka ákvörðun í málinu og þetta er þeirra tillaga að lausn skv. þingflokksformanni VG.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu