Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hækkuðu laun hjá Íslandspósti fyrir neyðarlán

Laun stjórn­ar Ís­land­s­pósts hafa hækk­að um 65% frá ár­inu 2014 og starfs­menn fengu launa­upp­bót í fyrra. Rúmu hálfu ári síð­ar þurfti rík­is­sjóð­ur að veita neyð­ar­lán.

Hækkuðu laun hjá Íslandspósti fyrir neyðarlán

Stjórn Íslandspósts ohf. ákvað í upphafi árs 2018 að greiða starfsmönnum launauppbót vegna góðrar afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljón króna neyðarlán frá ríkissjóði til að bjarga því frá gjaldþroti. Um svipað leyti lagði stjórnin til að laun sín yrðu hækkuð.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag upp úr fundargerðum stjórnarinnar. Á þeim má skilja að Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, hafi lagt til að greiða starfsfólki launauppbót í janúar 2018. Fyrirtækið hafi hagnast um 216 milljónir árið 2017. Var samþykkt að greiða föstum starfsmönnum 20 þúsund krónur í uppbót og hlutastarfsfólki frá 10 þúsund krónum miðað við starfshlutfall.

Á fundi stjórnarinnar 23. febrúar var svo gerð tillaga um að laun stjórnarmanna mundu hækka úr 140 þúsund í 165 þúsund krónur á mánuði. Formaður er á tvöföldum launum, sem hækkuðu því úr 280 þúsund í 330 þúsund krónur. Nam hækkunin 18 prósentum.

Sé litið aftur til ársins 2014 hafa laun stjórnarmanna hækkað á hverju ári, eða um 65 prósent á tímabilinu, hafi tillagan á stjórnarfundinum í febrúar í fyrra verið samþykkt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár