Hækkuðu laun hjá Íslandspósti fyrir neyðarlán

Laun stjórn­ar Ís­land­s­pósts hafa hækk­að um 65% frá ár­inu 2014 og starfs­menn fengu launa­upp­bót í fyrra. Rúmu hálfu ári síð­ar þurfti rík­is­sjóð­ur að veita neyð­ar­lán.

Hækkuðu laun hjá Íslandspósti fyrir neyðarlán

Stjórn Íslandspósts ohf. ákvað í upphafi árs 2018 að greiða starfsmönnum launauppbót vegna góðrar afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljón króna neyðarlán frá ríkissjóði til að bjarga því frá gjaldþroti. Um svipað leyti lagði stjórnin til að laun sín yrðu hækkuð.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag upp úr fundargerðum stjórnarinnar. Á þeim má skilja að Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, hafi lagt til að greiða starfsfólki launauppbót í janúar 2018. Fyrirtækið hafi hagnast um 216 milljónir árið 2017. Var samþykkt að greiða föstum starfsmönnum 20 þúsund krónur í uppbót og hlutastarfsfólki frá 10 þúsund krónum miðað við starfshlutfall.

Á fundi stjórnarinnar 23. febrúar var svo gerð tillaga um að laun stjórnarmanna mundu hækka úr 140 þúsund í 165 þúsund krónur á mánuði. Formaður er á tvöföldum launum, sem hækkuðu því úr 280 þúsund í 330 þúsund krónur. Nam hækkunin 18 prósentum.

Sé litið aftur til ársins 2014 hafa laun stjórnarmanna hækkað á hverju ári, eða um 65 prósent á tímabilinu, hafi tillagan á stjórnarfundinum í febrúar í fyrra verið samþykkt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár