Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hækkuðu laun hjá Íslandspósti fyrir neyðarlán

Laun stjórn­ar Ís­land­s­pósts hafa hækk­að um 65% frá ár­inu 2014 og starfs­menn fengu launa­upp­bót í fyrra. Rúmu hálfu ári síð­ar þurfti rík­is­sjóð­ur að veita neyð­ar­lán.

Hækkuðu laun hjá Íslandspósti fyrir neyðarlán

Stjórn Íslandspósts ohf. ákvað í upphafi árs 2018 að greiða starfsmönnum launauppbót vegna góðrar afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljón króna neyðarlán frá ríkissjóði til að bjarga því frá gjaldþroti. Um svipað leyti lagði stjórnin til að laun sín yrðu hækkuð.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag upp úr fundargerðum stjórnarinnar. Á þeim má skilja að Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, hafi lagt til að greiða starfsfólki launauppbót í janúar 2018. Fyrirtækið hafi hagnast um 216 milljónir árið 2017. Var samþykkt að greiða föstum starfsmönnum 20 þúsund krónur í uppbót og hlutastarfsfólki frá 10 þúsund krónum miðað við starfshlutfall.

Á fundi stjórnarinnar 23. febrúar var svo gerð tillaga um að laun stjórnarmanna mundu hækka úr 140 þúsund í 165 þúsund krónur á mánuði. Formaður er á tvöföldum launum, sem hækkuðu því úr 280 þúsund í 330 þúsund krónur. Nam hækkunin 18 prósentum.

Sé litið aftur til ársins 2014 hafa laun stjórnarmanna hækkað á hverju ári, eða um 65 prósent á tímabilinu, hafi tillagan á stjórnarfundinum í febrúar í fyrra verið samþykkt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár