Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hækkuðu laun hjá Íslandspósti fyrir neyðarlán

Laun stjórn­ar Ís­land­s­pósts hafa hækk­að um 65% frá ár­inu 2014 og starfs­menn fengu launa­upp­bót í fyrra. Rúmu hálfu ári síð­ar þurfti rík­is­sjóð­ur að veita neyð­ar­lán.

Hækkuðu laun hjá Íslandspósti fyrir neyðarlán

Stjórn Íslandspósts ohf. ákvað í upphafi árs 2018 að greiða starfsmönnum launauppbót vegna góðrar afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljón króna neyðarlán frá ríkissjóði til að bjarga því frá gjaldþroti. Um svipað leyti lagði stjórnin til að laun sín yrðu hækkuð.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag upp úr fundargerðum stjórnarinnar. Á þeim má skilja að Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, hafi lagt til að greiða starfsfólki launauppbót í janúar 2018. Fyrirtækið hafi hagnast um 216 milljónir árið 2017. Var samþykkt að greiða föstum starfsmönnum 20 þúsund krónur í uppbót og hlutastarfsfólki frá 10 þúsund krónum miðað við starfshlutfall.

Á fundi stjórnarinnar 23. febrúar var svo gerð tillaga um að laun stjórnarmanna mundu hækka úr 140 þúsund í 165 þúsund krónur á mánuði. Formaður er á tvöföldum launum, sem hækkuðu því úr 280 þúsund í 330 þúsund krónur. Nam hækkunin 18 prósentum.

Sé litið aftur til ársins 2014 hafa laun stjórnarmanna hækkað á hverju ári, eða um 65 prósent á tímabilinu, hafi tillagan á stjórnarfundinum í febrúar í fyrra verið samþykkt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu