Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hækkuðu laun hjá Íslandspósti fyrir neyðarlán

Laun stjórn­ar Ís­land­s­pósts hafa hækk­að um 65% frá ár­inu 2014 og starfs­menn fengu launa­upp­bót í fyrra. Rúmu hálfu ári síð­ar þurfti rík­is­sjóð­ur að veita neyð­ar­lán.

Hækkuðu laun hjá Íslandspósti fyrir neyðarlán

Stjórn Íslandspósts ohf. ákvað í upphafi árs 2018 að greiða starfsmönnum launauppbót vegna góðrar afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljón króna neyðarlán frá ríkissjóði til að bjarga því frá gjaldþroti. Um svipað leyti lagði stjórnin til að laun sín yrðu hækkuð.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag upp úr fundargerðum stjórnarinnar. Á þeim má skilja að Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, hafi lagt til að greiða starfsfólki launauppbót í janúar 2018. Fyrirtækið hafi hagnast um 216 milljónir árið 2017. Var samþykkt að greiða föstum starfsmönnum 20 þúsund krónur í uppbót og hlutastarfsfólki frá 10 þúsund krónum miðað við starfshlutfall.

Á fundi stjórnarinnar 23. febrúar var svo gerð tillaga um að laun stjórnarmanna mundu hækka úr 140 þúsund í 165 þúsund krónur á mánuði. Formaður er á tvöföldum launum, sem hækkuðu því úr 280 þúsund í 330 þúsund krónur. Nam hækkunin 18 prósentum.

Sé litið aftur til ársins 2014 hafa laun stjórnarmanna hækkað á hverju ári, eða um 65 prósent á tímabilinu, hafi tillagan á stjórnarfundinum í febrúar í fyrra verið samþykkt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár