Félag eiginkonu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, í skattaskjólinu Tortólu flutti rúmlega 310 milljóna króna eignir til Lúxemborgar í lok árs 2017. Stundin sýnir fram á að Hreiðar Már, maðurinn sem stýrði Kaupþingi í einu mesta gjaldþroti heimssögunnar og var í kjölfarið dæmdur í fangelsi fyrir alvarleg efnahagsbrot í starfi, hefur í átt í verulegum viðskiptum á Íslandi í gegnum sjóðsstýringarfyrirtækið Stefni, sem er í eigu arftaka Kaupþings, Arion banka, í gegnum sjóð með duldu eignarhaldi í skattaskjóli. Forsvarsmenn Stefnis vita ekki hver er eigandi umrædds sjóðs.
Hreiðar Már var með allt að 80 milljónir króna í mánaðarlaun hjá Kaupþingi á árunum fyrir hrunið 2008. Sjálfur sagðist hann ekki vera auðmaður eftir hrun, og hafa glatað megninu af sparnaði sínum, en síðar hefur komið fram að hann átti eignir upp á um 600 milljónir króna. Hluti þeirra eigna virðist hafa skilað sér aftur í umsvifum á Íslandi í gegnum …
Athugasemdir