Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eigandi Fréttablaðsins í Fréttablaðsviðtali: Gagnrýnir skilanefnd Glitnis, Ríkisútvarpið og smámiðla

Ingi­björg Pálma­dótt­ir seg­ir fjöl­miðla draga upp mynd af henni sem „hlið­ar­sjálfi“ Jóns Ás­geirs þeg­ar fjall­að er um fyr­ir­tæki í henn­ar eigu.

Eigandi Fréttablaðsins í Fréttablaðsviðtali: Gagnrýnir skilanefnd Glitnis, Ríkisútvarpið og smámiðla

Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi Torgs ehf. sem gefur út Fréttablaðið, kemur fram í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Ekki er tilgreint hver höfundur viðtalsins er, en umfjöllunarefnið er staða kvenna á vinnumarkaði og reynsla Ingibjargar af því að vera kona í stjórnunarstöðu. Þá gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir að láta að því liggja að hún sé „einhvers konar hliðarsjálf“ eiginmanns síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Jón Ásgeir var einnig viðmælandi Fréttablaðsins í grein eftir ritstjóra þess, Ólöfu Skaftadóttur, sem birtist á dögunum. Þar var fjallað um tillögu 365 hf. og annarra smærri hluthafa í Högum þess efnis að kosningar til stjórnar færu fram með margfeldiskosningu. Jón Ásgeir var á meðal frambjóðenda til stjórnar Haga en náði ekki kjöri. Hann veitir fjölmiðlum sjaldan viðtöl, en í frétt Ólafar lýsti hann nauðsyn þess að „vernda minni hluthafa“ í Högum og sagði margfeldiskosningu vera lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalög byðu upp á. 

Ólöf Skaftadóttir er dóttir Kristínar Þorsteinsdóttur, útgefanda Fréttablaðsins og fyrrverandi verkefnastjóra hjá Baugi sem hefur ítrekað skrifað leiðara þar sem fundið er að meðferð rannsóknaraðila, réttarkerfis og fjölmiðla á Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans. Bróðir Ólafar, Jón Skaftason, hefur unnið fyrir Jón Ásgeir og stýrt félaginu Tailor Holding ehf. sem er meðal annars í eigu félags Ingibjargar Pálmadóttur, og jafnframt komið að aflandsviðskiptum Ingibjargar og Jóns Ásgeirs í gegnum félagið Guru Invest sem var í Panamaskjölunum og Stundin fjallaði um árið 2016. Ingibjörg Pálmadóttir er eigandi Guru Invest en athygli vekur að Jón Ásgeir var með prókúruumboðið fyrir fyrirtækið í Panama eftir að það var stofnað árið 2007 og gat þannig tekið ákvörðun um að skuldbinda félagið án þess að eiga það. 

Í viðtalinu við Ingibjörgu Pálmadóttur í dag kemur fram að konur séu áberandi í stjórnunarstöðum fyrirtækja í hennar eigu. Bent er á að útgefandi Fréttablaðsins sé kona og jafnframt annar tveggja ritstjóra blaðsins, fjármálastjórinn og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Þá séu hótelstjórinn, aðstoðarhótelstjórinn og veitingastjórinn á 101 hótel, í eigu Ingibjargar, allar kvenkyns.

Ingibjörg segist ekki hafa farið varhluta af því að vera kona í karllægum heimi atvinnulífsins.  „Það er til dæmis þannig að þegar er fjallað um fyrirtæki í minni eigu er gjarnan látið að því liggja að ég sé einhvers konar hliðarsjálf eiginmanns míns. Það er frekar súrt. Þótt ég sé kona, þá á ég nefnilega þau fyrirtæki sem eru skráð í minni eigu,“ segir hún. „Þetta hefur sérstaklega verið erfitt fyrir ákveðna fjölmiðla að skilja, Ríkisútvarpið og svo nokkra smámiðla sem Ríkisútvarpið svo hampar, að ég hafi skoðanir og jafnvel úrslitavald um eigin rekstur. Þetta fer alveg nett í taugarnar á mér, að ég hafi orðið að einhvers konar viljalausu verkfæri þegar ég gifti mig tæplega fimmtug og missti greinilega sjálfræði og allar mínar eignir um leið. Mér fannst það alveg merkilegt að maðurinn minn varð ekki eignalaus við ráðahaginn eins og ég. (…) Það breytir því ekki að maðurinn minn er minn besti samstarfsfélagi, bæði í leik og starfi. Hann er mjög hrifinn af kvennaveldinu í kringum okkur.“

Þá víkur hún að málarekstri skilanefndar Glitnis gegn sér: „Steinunn Guðbjartsdóttir, sem var formaður skilanefndar Glitnis, gekk meira að segja svo langt að lögsækja mig fyrir dómstólum fyrir að vera hliðarsjálf eiginmanns míns. Megi hún hafa ævarandi skömm fyrir. Skemmst frá því að segja að það dómsmál var látið niður falla.“

Hér má lesa viðtalið í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár