Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eigandi Fréttablaðsins í Fréttablaðsviðtali: Gagnrýnir skilanefnd Glitnis, Ríkisútvarpið og smámiðla

Ingi­björg Pálma­dótt­ir seg­ir fjöl­miðla draga upp mynd af henni sem „hlið­ar­sjálfi“ Jóns Ás­geirs þeg­ar fjall­að er um fyr­ir­tæki í henn­ar eigu.

Eigandi Fréttablaðsins í Fréttablaðsviðtali: Gagnrýnir skilanefnd Glitnis, Ríkisútvarpið og smámiðla

Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi Torgs ehf. sem gefur út Fréttablaðið, kemur fram í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Ekki er tilgreint hver höfundur viðtalsins er, en umfjöllunarefnið er staða kvenna á vinnumarkaði og reynsla Ingibjargar af því að vera kona í stjórnunarstöðu. Þá gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir að láta að því liggja að hún sé „einhvers konar hliðarsjálf“ eiginmanns síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Jón Ásgeir var einnig viðmælandi Fréttablaðsins í grein eftir ritstjóra þess, Ólöfu Skaftadóttur, sem birtist á dögunum. Þar var fjallað um tillögu 365 hf. og annarra smærri hluthafa í Högum þess efnis að kosningar til stjórnar færu fram með margfeldiskosningu. Jón Ásgeir var á meðal frambjóðenda til stjórnar Haga en náði ekki kjöri. Hann veitir fjölmiðlum sjaldan viðtöl, en í frétt Ólafar lýsti hann nauðsyn þess að „vernda minni hluthafa“ í Högum og sagði margfeldiskosningu vera lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalög byðu upp á. 

Ólöf Skaftadóttir er dóttir Kristínar Þorsteinsdóttur, útgefanda Fréttablaðsins og fyrrverandi verkefnastjóra hjá Baugi sem hefur ítrekað skrifað leiðara þar sem fundið er að meðferð rannsóknaraðila, réttarkerfis og fjölmiðla á Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans. Bróðir Ólafar, Jón Skaftason, hefur unnið fyrir Jón Ásgeir og stýrt félaginu Tailor Holding ehf. sem er meðal annars í eigu félags Ingibjargar Pálmadóttur, og jafnframt komið að aflandsviðskiptum Ingibjargar og Jóns Ásgeirs í gegnum félagið Guru Invest sem var í Panamaskjölunum og Stundin fjallaði um árið 2016. Ingibjörg Pálmadóttir er eigandi Guru Invest en athygli vekur að Jón Ásgeir var með prókúruumboðið fyrir fyrirtækið í Panama eftir að það var stofnað árið 2007 og gat þannig tekið ákvörðun um að skuldbinda félagið án þess að eiga það. 

Í viðtalinu við Ingibjörgu Pálmadóttur í dag kemur fram að konur séu áberandi í stjórnunarstöðum fyrirtækja í hennar eigu. Bent er á að útgefandi Fréttablaðsins sé kona og jafnframt annar tveggja ritstjóra blaðsins, fjármálastjórinn og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Þá séu hótelstjórinn, aðstoðarhótelstjórinn og veitingastjórinn á 101 hótel, í eigu Ingibjargar, allar kvenkyns.

Ingibjörg segist ekki hafa farið varhluta af því að vera kona í karllægum heimi atvinnulífsins.  „Það er til dæmis þannig að þegar er fjallað um fyrirtæki í minni eigu er gjarnan látið að því liggja að ég sé einhvers konar hliðarsjálf eiginmanns míns. Það er frekar súrt. Þótt ég sé kona, þá á ég nefnilega þau fyrirtæki sem eru skráð í minni eigu,“ segir hún. „Þetta hefur sérstaklega verið erfitt fyrir ákveðna fjölmiðla að skilja, Ríkisútvarpið og svo nokkra smámiðla sem Ríkisútvarpið svo hampar, að ég hafi skoðanir og jafnvel úrslitavald um eigin rekstur. Þetta fer alveg nett í taugarnar á mér, að ég hafi orðið að einhvers konar viljalausu verkfæri þegar ég gifti mig tæplega fimmtug og missti greinilega sjálfræði og allar mínar eignir um leið. Mér fannst það alveg merkilegt að maðurinn minn varð ekki eignalaus við ráðahaginn eins og ég. (…) Það breytir því ekki að maðurinn minn er minn besti samstarfsfélagi, bæði í leik og starfi. Hann er mjög hrifinn af kvennaveldinu í kringum okkur.“

Þá víkur hún að málarekstri skilanefndar Glitnis gegn sér: „Steinunn Guðbjartsdóttir, sem var formaður skilanefndar Glitnis, gekk meira að segja svo langt að lögsækja mig fyrir dómstólum fyrir að vera hliðarsjálf eiginmanns míns. Megi hún hafa ævarandi skömm fyrir. Skemmst frá því að segja að það dómsmál var látið niður falla.“

Hér má lesa viðtalið í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár