Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fékk styrk fyrir hátíð sem fór ekki fram

Reykja­vík Fashi­on Festi­val fékk styrk frá Reykja­vík­ur upp á eina millj­ón króna, en há­tíð­in fór ekki fram. Til stóð að styrk­ur­inn mundi hækka í ár. Kolfinna Von Arn­ar­dótt­ir seg­ir há­tíð­ir tveggja ára verða sam­ein­að­ar.

Fékk styrk fyrir hátíð sem fór ekki fram

Reykjavík Fashion Festival fékk úthlutaðan styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Styrkurinn hljóðaði upp á eina milljón króna, en hátíðin fór aldrei fram. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Faghópur hafði lagt til að hátíðin fengi eina og hálfa milljón króna í ár áður en í ljós kom að síðasta hátíð félli niður. Úthlutun hefur því verið frestað á meðan málið er skoðað. Pawel Bartoszek, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, segir að borgin geti krafist endurgreiðslu og málið geti haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni.

„Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fash­ion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram,“ segir í bókun allra fulltrúa ráðsins frá því í fyrradag. „Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“

Eigandi Reykjavík Fashion Festival er Kolfinna Von Arnardóttir. Nýlega óskaði knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson eftir persónulegu gjaldþroti hennar vegna deilna þeirra um viðskipti með fatamerkið JÖR. Þá voru eignir eiginmanns hennar, Björn Inga Hrafnssonar, kyrrsettar vegna gruns skattrannsóknarstjóra um meiriháttar skattalagabrot.

Í færslu á Facebook í morgun segir Kolfinna að hátíðinni hafi verið frestað fram á vor og drögum að dagskrá verði deilt opinberlega fljótlega. „Ég sé að Fréttablaðið fjallar um Reykjavik Fashion Festival í dag,“ skrifar hún. „Ekki var óskað eftir viðbrögðum hátíðarhaldara áður en fréttin var birt. Blaðamaður hefði mátt kynna sér að þegar hefur verið tilkynnt til Reykjavíkurborgar, að næsta RFF frestast fram á vor og af þeim sökum var óskað eftir því að sameina styrkumsóknir fyrir 2018 og 2019, sem er alvanalegt enda hátíðin gífurlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenska fatahönnuði. Það er ekki auðvelt að halda viðburði sem þennan á Íslandi og styrkir skipta þar miklu máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu