Fékk styrk fyrir hátíð sem fór ekki fram

Reykja­vík Fashi­on Festi­val fékk styrk frá Reykja­vík­ur upp á eina millj­ón króna, en há­tíð­in fór ekki fram. Til stóð að styrk­ur­inn mundi hækka í ár. Kolfinna Von Arn­ar­dótt­ir seg­ir há­tíð­ir tveggja ára verða sam­ein­að­ar.

Fékk styrk fyrir hátíð sem fór ekki fram

Reykjavík Fashion Festival fékk úthlutaðan styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Styrkurinn hljóðaði upp á eina milljón króna, en hátíðin fór aldrei fram. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Faghópur hafði lagt til að hátíðin fengi eina og hálfa milljón króna í ár áður en í ljós kom að síðasta hátíð félli niður. Úthlutun hefur því verið frestað á meðan málið er skoðað. Pawel Bartoszek, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, segir að borgin geti krafist endurgreiðslu og málið geti haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni.

„Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fash­ion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram,“ segir í bókun allra fulltrúa ráðsins frá því í fyrradag. „Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“

Eigandi Reykjavík Fashion Festival er Kolfinna Von Arnardóttir. Nýlega óskaði knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson eftir persónulegu gjaldþroti hennar vegna deilna þeirra um viðskipti með fatamerkið JÖR. Þá voru eignir eiginmanns hennar, Björn Inga Hrafnssonar, kyrrsettar vegna gruns skattrannsóknarstjóra um meiriháttar skattalagabrot.

Í færslu á Facebook í morgun segir Kolfinna að hátíðinni hafi verið frestað fram á vor og drögum að dagskrá verði deilt opinberlega fljótlega. „Ég sé að Fréttablaðið fjallar um Reykjavik Fashion Festival í dag,“ skrifar hún. „Ekki var óskað eftir viðbrögðum hátíðarhaldara áður en fréttin var birt. Blaðamaður hefði mátt kynna sér að þegar hefur verið tilkynnt til Reykjavíkurborgar, að næsta RFF frestast fram á vor og af þeim sökum var óskað eftir því að sameina styrkumsóknir fyrir 2018 og 2019, sem er alvanalegt enda hátíðin gífurlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenska fatahönnuði. Það er ekki auðvelt að halda viðburði sem þennan á Íslandi og styrkir skipta þar miklu máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár