Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vatnajökulsþjóðgarður braut gegn umsækjanda: Sagðist hafa „slegið inn rangt netfang“

Stjórn­vald­ið varð ekki við beiðni um­boðs­manns Al­þing­is um að sýna fram á tækni­leg mis­tök og þóttu skýr­ing­arn­ar „hvorki trú­verð­ug­ar né til þess falln­ar að upp­lýsa mál­ið“.

Vatnajökulsþjóðgarður braut gegn umsækjanda: Sagðist hafa „slegið inn rangt netfang“

Vatnajökulsþjóðgarður braut lög þegar stjórnvaldið hætti við að ráða úr hópi umsækjenda sem sóttu um starf þjóðgarðsvarðar árið 2016 en endurauglýsti starfið og lét undir höfuð leggjast að meta eina umsóknina í seinna ráðningarferlinu. Verulegir annmarkar voru á málsmeðferðinni og réttmætisreglu stjórnsýslulaga ekki fylgt.

Þetta kemur fram í nýju áliti umboðsmanns Alþingis sem birtist á vef embættisins í morgun. Fram kemur að þegar umboðsmaður spurðist fyrir um málið hafi því verið borið við að mistök hefðu átt sér stað við framsendingu umsóknarinnar til einkafyrirtækis sem lagði mat á umsækjendur. Fullyrti framkvæmdastjóri þjóðgarðsins að mistökin hefu falist í því að „slegið var inn rangt netfang hjá ráðgjafa“.

Umboðsmanni reyndist ekki unnt að sannreyna þessar skýringar, enda varð stjórnvaldið ekki við óskum umboðsmanns um að leggja fram hlutlæg gögn, til dæmis úr pósthólfi framkvæmdastjórans, sem gætu stutt þessa staðhæfingu. Þetta gagnrýnir umboðsmaður harðlega. „Verður að telja að það standi stjórnvaldinu næst við þessar aðstæður að sýna fram á það gagnvart eftirlitsaðila á borð við umboðsmann Alþingis að handvömm hafi orsakað slíkt frávik frá lögmæltri málsmeðferð og þar með leita leiða til að upplýsa málið,“ segir í álitinu. „Ef stjórnvöld geta, t.a.m. í þeim tilvikum þegar ljóst er að mál hefur ekki verið lagt í réttan farveg að lögum, borið fyrir sig mistök án þess að þurfa að útskýra þau nánar eða leita leiða til að færa einhverjar sönnur fyrir staðhæfingum sínum yrði það eftirlit sem umboðsmanni Alþingis er falið samkvæmt lögum nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, til lítils.“

Umboðsmaður telur að þjóðgarðurinn hafi ekki getað bent á nein tiltekin atriði í tengslum við meðferð á umræddri umsókn í seinna ráðningarferlinu sem bendi til þess að einföld mistök hafi valdið því að umsókn hennar var ekki lögð í réttan farveg eins og allar aðrar umsóknir um starfið. „Umboðsmaður tók fram að hann teldi ekki trúverðugt að framkvæmdastjóri þjóðgarðsins hefði ekki, í ljósi fyrri atvika tengdum umsókn A, áttað sig á að umsókn hennar hefði ekki komið til mats í ferlinu áður en ráðið var í starfið,“ segir í reifun á álitinu. „Lagði umboðsmaður áherslu á að skýringar þjóðgarðsins vegna málsins hefðu hvorki verið trúverðugar eða til þess fallnar að upplýsa málið né vekja traust á málsmeðferðinni. Það var því álit umboðsmanns að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki sýnt fram á að málefnaleg sjónarmið hafi ráðið för við meðferð umsóknar A í seinna ráðningarferlinu sem urðu til þess að umsókn hennar kom aldrei til mats.“

Við meðferð málsins hafði umsækjandinn komið á framfæri andmælum vegna umsagna þar sem hann taldi umsagnaraðila ekki geta veitt hlutlausa umsögn í ljósi fyrri samskipta og atvika. Vatnajökulsþjóðgarður taldi andmælin ekki geta haft þýðingu við mat á umsögnum þar sem þær hefðu ekki falið í sér leiðréttingu á villum eða rangfærslum. Umboðsmaður telur að sú afstaða Vatnajökulsþjóðgarðs samræmist ekki andmælareglu stjórnsýslulaga. Stjórnvaldinu hafi borið að taka afstöðu til andmælanna og leggja mat á hvort og þá hvaða þýðingu þau kynnu að hafa og meta umsagnir heildstætt. 

Í álitinu er bent á að þótt stjórnvöldum sé heimilt að notfæra sér þjónustu einkafyrirtækja við undirbúning ráðningar þá leysi það ekki veitingarvaldshafann að neinu leyti undan lagalegri ábyrgð. „Í þeim tilvikum þegar veitingarvaldshafi hefur falið ráðningarfyrirtæki að vinna tiltekna undirbúningsvinnu á upphafsstigum ráðningarferlisins, svo sem með því að leggja mat á umsækjendur og gefa þeim stig, ber veitingarvaldshafa engu að síður að kynna sér þau gögn sem liggja til grundvallar þeirri vinnu og leggja mat á hvort hann sé sammála þeim niðurstöðum sem fyrir hann eru lagðar. Með öðrum orðum ber veitingarvaldshafanum sem í þessu tilviki er framkvæmda­stjóri þjóðgarðsins, sbr. ákvæði laga nr. 60/2007, um Vatna­jökuls­þjóðgarð, að tryggja að hann hafi fulla yfirsýn yfir ráðningar­ferlið.“

Að virtum gögnum málsins og skýringum Vatnajökulsþjóðgarðs er það álit umboðsmanns í málinu að ekki hafi verið sýnt fram á að málefnaleg sjónarmið hafi búið að baki því að hætta við að ráða í umrætt starf og að verulegir annmarkar hafi verið á ráðningarferlinu og þeirri aðferð sem viðhöfð var við mat á umsögnum í ferlinu. Þá er það jafnframt álit hans að umsókn umrædds umsækjanda hefði ekki verið lögð í réttan lagalegan farveg eða að sýnt hefði verið fram á að málefnaleg sjónarmið hefðu ráðið för við meðferð umsóknar hans í seinna ráðningarferlinu. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Vatnajökulsþjóðgarðs að leita leiða til að rétta hlut umsækjandans og gæta framvegis að þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu. 

Uppfært kl. 13:30: Fréttinni fylgdi upphaflega mynd af Magnúsi Guðmundssyni, núverandi framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Málið er hins vegar úr tíð forvera hans, Þórðar H. Ólafssonar. Stundin hefur beðið Magnús afsökunar á myndbirtingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár