Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vatnajökulsþjóðgarður braut gegn umsækjanda: Sagðist hafa „slegið inn rangt netfang“

Stjórn­vald­ið varð ekki við beiðni um­boðs­manns Al­þing­is um að sýna fram á tækni­leg mis­tök og þóttu skýr­ing­arn­ar „hvorki trú­verð­ug­ar né til þess falln­ar að upp­lýsa mál­ið“.

Vatnajökulsþjóðgarður braut gegn umsækjanda: Sagðist hafa „slegið inn rangt netfang“

Vatnajökulsþjóðgarður braut lög þegar stjórnvaldið hætti við að ráða úr hópi umsækjenda sem sóttu um starf þjóðgarðsvarðar árið 2016 en endurauglýsti starfið og lét undir höfuð leggjast að meta eina umsóknina í seinna ráðningarferlinu. Verulegir annmarkar voru á málsmeðferðinni og réttmætisreglu stjórnsýslulaga ekki fylgt.

Þetta kemur fram í nýju áliti umboðsmanns Alþingis sem birtist á vef embættisins í morgun. Fram kemur að þegar umboðsmaður spurðist fyrir um málið hafi því verið borið við að mistök hefðu átt sér stað við framsendingu umsóknarinnar til einkafyrirtækis sem lagði mat á umsækjendur. Fullyrti framkvæmdastjóri þjóðgarðsins að mistökin hefu falist í því að „slegið var inn rangt netfang hjá ráðgjafa“.

Umboðsmanni reyndist ekki unnt að sannreyna þessar skýringar, enda varð stjórnvaldið ekki við óskum umboðsmanns um að leggja fram hlutlæg gögn, til dæmis úr pósthólfi framkvæmdastjórans, sem gætu stutt þessa staðhæfingu. Þetta gagnrýnir umboðsmaður harðlega. „Verður að telja að það standi stjórnvaldinu næst við þessar aðstæður að sýna fram á það gagnvart eftirlitsaðila á borð við umboðsmann Alþingis að handvömm hafi orsakað slíkt frávik frá lögmæltri málsmeðferð og þar með leita leiða til að upplýsa málið,“ segir í álitinu. „Ef stjórnvöld geta, t.a.m. í þeim tilvikum þegar ljóst er að mál hefur ekki verið lagt í réttan farveg að lögum, borið fyrir sig mistök án þess að þurfa að útskýra þau nánar eða leita leiða til að færa einhverjar sönnur fyrir staðhæfingum sínum yrði það eftirlit sem umboðsmanni Alþingis er falið samkvæmt lögum nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, til lítils.“

Umboðsmaður telur að þjóðgarðurinn hafi ekki getað bent á nein tiltekin atriði í tengslum við meðferð á umræddri umsókn í seinna ráðningarferlinu sem bendi til þess að einföld mistök hafi valdið því að umsókn hennar var ekki lögð í réttan farveg eins og allar aðrar umsóknir um starfið. „Umboðsmaður tók fram að hann teldi ekki trúverðugt að framkvæmdastjóri þjóðgarðsins hefði ekki, í ljósi fyrri atvika tengdum umsókn A, áttað sig á að umsókn hennar hefði ekki komið til mats í ferlinu áður en ráðið var í starfið,“ segir í reifun á álitinu. „Lagði umboðsmaður áherslu á að skýringar þjóðgarðsins vegna málsins hefðu hvorki verið trúverðugar eða til þess fallnar að upplýsa málið né vekja traust á málsmeðferðinni. Það var því álit umboðsmanns að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki sýnt fram á að málefnaleg sjónarmið hafi ráðið för við meðferð umsóknar A í seinna ráðningarferlinu sem urðu til þess að umsókn hennar kom aldrei til mats.“

Við meðferð málsins hafði umsækjandinn komið á framfæri andmælum vegna umsagna þar sem hann taldi umsagnaraðila ekki geta veitt hlutlausa umsögn í ljósi fyrri samskipta og atvika. Vatnajökulsþjóðgarður taldi andmælin ekki geta haft þýðingu við mat á umsögnum þar sem þær hefðu ekki falið í sér leiðréttingu á villum eða rangfærslum. Umboðsmaður telur að sú afstaða Vatnajökulsþjóðgarðs samræmist ekki andmælareglu stjórnsýslulaga. Stjórnvaldinu hafi borið að taka afstöðu til andmælanna og leggja mat á hvort og þá hvaða þýðingu þau kynnu að hafa og meta umsagnir heildstætt. 

Í álitinu er bent á að þótt stjórnvöldum sé heimilt að notfæra sér þjónustu einkafyrirtækja við undirbúning ráðningar þá leysi það ekki veitingarvaldshafann að neinu leyti undan lagalegri ábyrgð. „Í þeim tilvikum þegar veitingarvaldshafi hefur falið ráðningarfyrirtæki að vinna tiltekna undirbúningsvinnu á upphafsstigum ráðningarferlisins, svo sem með því að leggja mat á umsækjendur og gefa þeim stig, ber veitingarvaldshafa engu að síður að kynna sér þau gögn sem liggja til grundvallar þeirri vinnu og leggja mat á hvort hann sé sammála þeim niðurstöðum sem fyrir hann eru lagðar. Með öðrum orðum ber veitingarvaldshafanum sem í þessu tilviki er framkvæmda­stjóri þjóðgarðsins, sbr. ákvæði laga nr. 60/2007, um Vatna­jökuls­þjóðgarð, að tryggja að hann hafi fulla yfirsýn yfir ráðningar­ferlið.“

Að virtum gögnum málsins og skýringum Vatnajökulsþjóðgarðs er það álit umboðsmanns í málinu að ekki hafi verið sýnt fram á að málefnaleg sjónarmið hafi búið að baki því að hætta við að ráða í umrætt starf og að verulegir annmarkar hafi verið á ráðningarferlinu og þeirri aðferð sem viðhöfð var við mat á umsögnum í ferlinu. Þá er það jafnframt álit hans að umsókn umrædds umsækjanda hefði ekki verið lögð í réttan lagalegan farveg eða að sýnt hefði verið fram á að málefnaleg sjónarmið hefðu ráðið för við meðferð umsóknar hans í seinna ráðningarferlinu. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Vatnajökulsþjóðgarðs að leita leiða til að rétta hlut umsækjandans og gæta framvegis að þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu. 

Uppfært kl. 13:30: Fréttinni fylgdi upphaflega mynd af Magnúsi Guðmundssyni, núverandi framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Málið er hins vegar úr tíð forvera hans, Þórðar H. Ólafssonar. Stundin hefur beðið Magnús afsökunar á myndbirtingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár