Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sendi fjórar beiðnir um nauðungarvistun dóttur sinnar með faxi frá sendiráðinu

Fjór­ar beiðn­ir um nauð­ung­ar­vist­un Al­dís­ar Schram á geð­deild komu með faxi frá föð­ur henn­ar, Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni, þá sendi­herra í Banda­ríkj­un­um. Þing­mað­ur tel­ur að rann­saka þurfi hvort þetta ferli hafi ver­ið mis­not­að í ann­ar­leg­um til­gangi.

Sendi fjórar beiðnir um nauðungarvistun dóttur sinnar með faxi frá sendiráðinu
Aldís Schram Aldís segist hafa verið í litlum samskiptum við Jón Baldvin frá 1991. Mynd: Heiða Helgadóttir

Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, hefur bent á sögur um meint kynferðisbrot hans um áratuga skeið. Hún var nauðungarvistuð sex sinnum á geðdeild, en fjórar beiðnir um nauðungarvistun, sem Stundin hefur undir höndum, bárust með faxi frá Jóni Baldvini á meðan hann var sendiherra erlendis og í litlum samskiptum við dóttur sína.

Bréf Jóns Baldvins frá 1998

Hefur Aldís lengi mótmælt því að vera með geðsjúkdóm og lagt fram vottorð máli sínu til stuðnings. Hún hafi verið í litlum samskiptum við hann frá árinu 1991. Segist hún vonast til þess að faðir sinn stefni sér, svo hún geti lagt fram sönnunargögn um þöggun og valdníðslu.

Beiðnirnar um nauðungarvistun sendi Jón Baldvin á árunum 1998 til 2002, þegar hann var sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Fyrsta beiðnin er handskrifuð á bréfsefni hótelsins The Marquette í Minneapolis og dagsett 12. apríl 1998. „Hér með er staðfest, að ég, undirritaður, sem nánasti aðstandandi dóttur minnar, Aldísar Baldvinsdóttur, sem þarfnast nauðsynlega geðlæknishjálpar veiti fyrir mitt leyti heimild til að svipta hana sjálfræði tímabundið til þess að hún megi öðlast læknishjálp.“ Bréfið er stílað á dómsmálaráðuneytið og undirritað af Jóni Baldvini Hannibalssyni, Washington D.C.

Annað skjal, sem Stundin hefur undir höndum, er stimplað af lögreglustjóranum í Reykjavík og sýnir að aðkoma lögreglunnar að málinu var skráð í málaskrá sem „aðstoð við erlend sendiráð“. Jóni Baldvini var óheimilt að nota bréfsefni sendiráðsins og starfstitil sinn í persónulegum tilgangi.

Næsta bréf sendi Jón Baldvin 20. nóvember sama ár til geðdeildar Landspítalans með faxi frá sendiráðinu og undirritað af honum sem sendiherra. Segir í bréfinu að beiðnin um nauðungarvistun komi frá Aldísi sjálfri, auk þess sem henni fylgir beiðni um tímabundna sviptingu lögræðis hennar til „dómsmálayfirvalda“ ef þörf sé talin á vistun umfram skammtímavistun á geðdeild.

Aðstoð við erlend sendiráðNauðungarvistun Aldísar er skráð í málaskrá lögreglunnar.

Þriðja bréfið sendi Jón Baldvin beint til Áslaugar Þórarinsdóttur, lögfræðings í dómsmálaráðuneytinu, 29. janúar 2001. Skrifar hann undir það sem sendiherra og er það sent með faxi á bréfsefni sendiráðsins. Það fjórða sendi Jón Baldvin vakthafandi geðlækni á Landspítalanum þann 12. apríl 2002. Aftur skrifar hann undir það sem sendiherra og sendir með faxi á bréfsefni sendiráðsins.

Aðstandendur almennt teknir trúanlegir

Að sögn þeirra geðlækna sem Stundin hefur rætt við og þekkja til málaflokksins eru aðstandendur almennt teknir trúanlegir hvað varðar lýsingar á andlegu heilsufari náinna ættingja. Það sé því ekki fyrr en eftir að lögregla hefur fært manneskju á geðdeild sem afstaða sé tekin til þess hvort þörf sé á frekari vistun. Samkvæmt lögum er krafa gerð um að manneskjan sé haldin „alvarlegum geðsjúkdómi“ eða alvarlegri fíkn til að vistun sé réttlætanleg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
5
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Þyngri og þyngri lóð gera erfiðleika lífsins yfirstíganlegri
7
Lífið

Þyngri og þyngri lóð gera erf­ið­leika lífs­ins yf­ir­stíg­an­legri

Rann­sókn­ir sýna að lyft­ing­ar geti haft í för með sér já­kvæð áhrif á and­lega heilsu og hjálp­að fólki sem hef­ur orð­ið fyr­ir áföll­um. Þessu hafa þjálf­ar­arn­ir Jakobína Jóns­dótt­ir og Evert Víg­lunds­son orð­ið vitni að. Þau segja að þeg­ar fólk sjái að það kom­ist yf­ir lík­am­leg­ar áskor­an­ir með því að lyfta geti það færst yf­ir á önn­ur svið lífs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
3
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
4
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár