Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Elísabet Ýr sýknuð

Kröf­um fyr­ir hér­aðs­dómi um ómerk­ingu orða Elísa­bet­ar Ýr­ar Atla­dótt­ur öll­um hafn­að.

Elísabet Ýr sýknuð
Sýknuð af meiðyrðakröfu Öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar á hendur Elísabetu Ýr var hafnað. Mynd: Davíð Þór

Elísabet Ýr Atladóttir var 8. janúar síðastliðinn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar, en hann hafði stefnt Elísabetu vegna meiðyrða. Krafðist Bjarni Hilmar þess að ellefu tilgreind ummæli Elísabetar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á það féllst dómurinn ekki.

Bjarni Hilmar stefndi Elísabetu fyrir ærumeiðingar í mars á síðasta ári. Var ástæða stefnunnar bloggskrif Elísabetar á síðuna kvenfrelsi.wordpress.com í febrúar sama ár. Þar skrifaði Elísabet pistil um viðtal sem birtist við Bjarna á fréttavefnum Vísi undir fyrirsögninni „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Í viðtalinu er rætt við Bjarna um andlát eiginkonu hans, Susan Mwihaki Maina, og um handtöku hans vegna gruns um að hann hefði ráðið Susan bana.

Fyrirsögnin á bloggpistli Elísabetar var hinn sama og í frétt Vísis, utan að hún sleppti síðustu þremur orðunum. Fyrirsögnin á pistli Elísabetar var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“ og er umrædd fyrirsögn ein af níu ummælum úr pistlinum sem Bjarni Hilmar krafðist þess að yrði dæmd dauð og ómerk. Ítarlega var rætt við Elísabetu í viðtali í Stundinni 7. desember síðastliðinn.

Í dómsorði kemur fram að fallast megi á það með Bjarna Hilmari að skrif Elísabetar feli í sé afar neikvæða umfjöllun og einnig megi fallast á það að pistillinn sé ósmekklegur. Hins vegar verði að játa Elísabetu rýmra frelsi en ella til að tjá sig um einkalíf Bjarna Hilmars þar eð hann hefði sjálfur gert það að opinberu umfjöllunarefni með umræddu blaðaviðtali. Hvað varðar tilgreind ummæli Elísabetar og kröfu Bjarna Hilmars þess efnis að þau yrðu dæmd ómerk var þeim kröfum hafnað í öllum tilvikum.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár