Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjóða afturvirka kjarasamninga ef samið verður fyrir janúarlok

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru til­bú­in að gera kjara­samn­inga sem gilda frá síð­ustu ára­mót­um að því gefnu að hækk­an­ir verði hóf­leg­ar og að sam­ið verði fyr­ir næstu mán­að­ar­mót.

Bjóða afturvirka kjarasamninga ef samið verður fyrir janúarlok
Setur skilyrði SA bjóða afturvirka samninga með skilyrðum. Mynd: sa.is

Samtök atvinnulífsins eru til tilbúin að sættast á að kjarasamningar verði afturvirkir með þeim hætti að þeir taki gildi frá og með síðustu áramótum. Á það verði þó aðeins sæst ef samningar náist fyrir lok þessa mánaðar, og að þeir verði í takt við það svigrúm sem atvinnulífið telur sig hafa til að veita launahækkanir.

Greint er frá þessu í Fréttablaðinu og vitnað í Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvædastjóra Samtaka atvinnulífsins. Þar er haft eftir Halldóri að tilboð samtakanna gildi einungis að umræddum skilmálum uppfylltum og verði viðræðum slitið og boðað til verkfalla falli tilboðið.

Verkalýðsforystan hefur lagt þunga áherslu á að kjarasamningar verði afturvirkir og segja VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness það ófrávíkjanlega kröfu að svo verði. Undir lok síðasta árs var haft eftir Vilhjálmi Birgissyni, formanni síðastnefnda félagsins, að sú krafa væri óháð því hvenær samningar myndu nást.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár