Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Harpa endurheimti lítið vegna tónleika Sigur Rósar

Skipta­stjóri þrota­bús KS Producti­ons, fyr­ir­tæk­is Kára Sturlu­son­ar, seg­ir lít­ið af eign­um fást upp í kröf­ur í bú­ið. Harpa er stærsti kröfu­haf­inn eft­ir tón­leika Sig­ur Rós­ar í fyrra.

Harpa endurheimti lítið vegna tónleika Sigur Rósar

Lítið af eignum hafa fundist í þrotabúi KS Productions, fyrirtækis Kára Sturlusonar, sem lengi vel var umboðsmaður hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Harpa verður fyrir tugmilljóna tjóni fáist ekkert upp í kröfur.

Fréttablaðið hefur eftir Hauki Erni Birgissyni, skiptastjóra þrotabúsins, að hann sé ekki bjartsýnn á að mikið fáist upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn eftir að hafa veitt Kára 35 milljón króna fyrirframgreiðslu vegna miðasölu á tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember í fyrra.

Kári var í sumar úrskurðaður gjaldþrota og framleiðslufyrirtæki hans, KS Productions, einnig. Eignir hans voru kyrrsettar. Harpa og Sigur Rós skiptu með sér tapinu vegna fyrirframgreiðslunnar og í sameiginlegri yfirlýsingu frá hljómsveitinni og Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, kom fram að vonir væru bundnar við endurheimtuferlið.

Svanhildur segir við Fréttablaðið að ekkert tilefni sé til að velta vöngum yfir málinu þar sem það sé enn í ferli og niðurstaða liggi ekki fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár