Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Harpa endurheimti lítið vegna tónleika Sigur Rósar

Skipta­stjóri þrota­bús KS Producti­ons, fyr­ir­tæk­is Kára Sturlu­son­ar, seg­ir lít­ið af eign­um fást upp í kröf­ur í bú­ið. Harpa er stærsti kröfu­haf­inn eft­ir tón­leika Sig­ur Rós­ar í fyrra.

Harpa endurheimti lítið vegna tónleika Sigur Rósar

Lítið af eignum hafa fundist í þrotabúi KS Productions, fyrirtækis Kára Sturlusonar, sem lengi vel var umboðsmaður hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Harpa verður fyrir tugmilljóna tjóni fáist ekkert upp í kröfur.

Fréttablaðið hefur eftir Hauki Erni Birgissyni, skiptastjóra þrotabúsins, að hann sé ekki bjartsýnn á að mikið fáist upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn eftir að hafa veitt Kára 35 milljón króna fyrirframgreiðslu vegna miðasölu á tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember í fyrra.

Kári var í sumar úrskurðaður gjaldþrota og framleiðslufyrirtæki hans, KS Productions, einnig. Eignir hans voru kyrrsettar. Harpa og Sigur Rós skiptu með sér tapinu vegna fyrirframgreiðslunnar og í sameiginlegri yfirlýsingu frá hljómsveitinni og Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, kom fram að vonir væru bundnar við endurheimtuferlið.

Svanhildur segir við Fréttablaðið að ekkert tilefni sé til að velta vöngum yfir málinu þar sem það sé enn í ferli og niðurstaða liggi ekki fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár