Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Harpa endurheimti lítið vegna tónleika Sigur Rósar

Skipta­stjóri þrota­bús KS Producti­ons, fyr­ir­tæk­is Kára Sturlu­son­ar, seg­ir lít­ið af eign­um fást upp í kröf­ur í bú­ið. Harpa er stærsti kröfu­haf­inn eft­ir tón­leika Sig­ur Rós­ar í fyrra.

Harpa endurheimti lítið vegna tónleika Sigur Rósar

Lítið af eignum hafa fundist í þrotabúi KS Productions, fyrirtækis Kára Sturlusonar, sem lengi vel var umboðsmaður hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Harpa verður fyrir tugmilljóna tjóni fáist ekkert upp í kröfur.

Fréttablaðið hefur eftir Hauki Erni Birgissyni, skiptastjóra þrotabúsins, að hann sé ekki bjartsýnn á að mikið fáist upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn eftir að hafa veitt Kára 35 milljón króna fyrirframgreiðslu vegna miðasölu á tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember í fyrra.

Kári var í sumar úrskurðaður gjaldþrota og framleiðslufyrirtæki hans, KS Productions, einnig. Eignir hans voru kyrrsettar. Harpa og Sigur Rós skiptu með sér tapinu vegna fyrirframgreiðslunnar og í sameiginlegri yfirlýsingu frá hljómsveitinni og Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, kom fram að vonir væru bundnar við endurheimtuferlið.

Svanhildur segir við Fréttablaðið að ekkert tilefni sé til að velta vöngum yfir málinu þar sem það sé enn í ferli og niðurstaða liggi ekki fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár