Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Harpa endurheimti lítið vegna tónleika Sigur Rósar

Skipta­stjóri þrota­bús KS Producti­ons, fyr­ir­tæk­is Kára Sturlu­son­ar, seg­ir lít­ið af eign­um fást upp í kröf­ur í bú­ið. Harpa er stærsti kröfu­haf­inn eft­ir tón­leika Sig­ur Rós­ar í fyrra.

Harpa endurheimti lítið vegna tónleika Sigur Rósar

Lítið af eignum hafa fundist í þrotabúi KS Productions, fyrirtækis Kára Sturlusonar, sem lengi vel var umboðsmaður hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Harpa verður fyrir tugmilljóna tjóni fáist ekkert upp í kröfur.

Fréttablaðið hefur eftir Hauki Erni Birgissyni, skiptastjóra þrotabúsins, að hann sé ekki bjartsýnn á að mikið fáist upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn eftir að hafa veitt Kára 35 milljón króna fyrirframgreiðslu vegna miðasölu á tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember í fyrra.

Kári var í sumar úrskurðaður gjaldþrota og framleiðslufyrirtæki hans, KS Productions, einnig. Eignir hans voru kyrrsettar. Harpa og Sigur Rós skiptu með sér tapinu vegna fyrirframgreiðslunnar og í sameiginlegri yfirlýsingu frá hljómsveitinni og Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, kom fram að vonir væru bundnar við endurheimtuferlið.

Svanhildur segir við Fréttablaðið að ekkert tilefni sé til að velta vöngum yfir málinu þar sem það sé enn í ferli og niðurstaða liggi ekki fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár