Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Syndir mæðranna – Um Drottninguna á Júpíter eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur

Kynn­gi­mögn­uð, villt og óreiðu­kennd skáld­saga um skáld­skap­inn sjálf­an, sköp­un­ar­kraft hans og eyð­ing­ar­mátt. En líka um það sem teng­ir okk­ur og sundr­ar okk­ur. Og um sirk­us­inn, bar­inn og mömmu.

Syndir mæðranna – Um Drottninguna á Júpíter eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur
Ekki bók til að henda í ruslið Ólíkt ljóðum aðalsögupersónunnar, sem lentu víst í ruslinu á Bravó, á Drottningin af Júpíter skilið veglegan sess.

Münchausen-heilkenni kallast áráttukennd hneigð fólks til þess að gera sér upp veikindi. Ekki til að forðast vinnu eða neitt álíka, heldur af því sjúklingurinn hefur tekið ástfóstri við hlutverki sjúklingsins. Svo er tengt afbrigði af sjúkdómnum þar sem heilkenninu er þröngvað upp á aðra, oftast þannig að foreldrar sannfæra börnin sín um að þau séu veik.

Nú er ekki hægt að fullyrða neitt um að einhver persóna Drottningarinnar í Júpíter þjáist af akkúrat þessum kvilla, en einhvern veginn leitaði hugmyndin um þetta óvenjulega heilkenni ítrekað á mig við lesturinn. Eleanóra María Lísudóttir býr heima hjá Lísu mömmu sinni, sem glímir við alvarleg andleg veikindi og að virðist einhver líkamleg sömuleiðis. Við vitum svosem aldrei nákvæmlega hvað hrjáir hana – það er helst að það sé orðað þegar Nóra rifjar upp þegar Lísa yfirgaf heimabæinn Ísafjörð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár