Við erum stödd í portinu á bak við Menntaskólann í Reykjavík. Þar rennur forneskjan saman við nútímann, sem er einmitt eitt helsta höfundareinkenni málarans Þrándar Þórarinssonar, sem teiknar kápumynd Ljónsins. Þetta er fyrsta bókin í yfirlýstum þríleik Hildar Knútsdóttur – og það er rétt að hafa innbyggðan fyrirvara við allt í þessum dómi, kannski er eitthvað af því sem maður saknar í þessari bók að finna í þeim næstu.
Þetta er samtímasaga um unglingsstelpur í Reykjavík, sem allar eru nýbyrjaðar í MR. Kría er nýflutt frá Akureyri eftir að hafa flækst í dularfulla atburði þar og mætir uppburðarlítil í fyrsta tímann, niðurbrotin unglingsstelpa eftir áralangt einelti, eða kannski frekar áralanga útilokun. Hún er hins vegar snögg að finna sér vini í borginni, …
Athugasemdir