Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Úr Akureyrarhelvíti í MR-himnaríki – Um Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur

Sann­fær­andi mynd af lífi Reykja­vík­ur­unglinga nú­tím­ans með und­ir­liggj­andi dulúð, en þó nokk­uð svart-hvít á köfl­um og ákveðn­ir þræð­ir bók­ar­inn­ar eru ekki nógu heil­steypt­ir. En engu að síð­ur nógu for­vitni­leg byrj­un á þrí­leik til þess að mað­ur sé spennt­ur fyr­ir að lesa næsta bindi.

Úr Akureyrarhelvíti í MR-himnaríki – Um Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur
Sannfærandi en svart-hvít á köflum Ljónið dregur upp nokkuð sannfærandi mynd af lífi Reykjavíkur unglinga.

Við erum stödd í portinu á bak við Menntaskólann í Reykjavík. Þar rennur forneskjan saman við nútímann, sem er einmitt eitt helsta höfundareinkenni málarans Þrándar Þórarinssonar, sem teiknar kápumynd Ljónsins. Þetta er fyrsta bókin í yfirlýstum þríleik Hildar Knútsdóttur – og það er rétt að hafa innbyggðan fyrirvara við allt í þessum dómi, kannski er eitthvað af því sem maður saknar í þessari bók að finna í þeim næstu.

Hildur KnútsdóttirLjónið lofar nógu góðu til að gagnrýnandi bíður spenntur eftir næstu bók í hinum boðaða þríleik.

Þetta er samtímasaga um unglingsstelpur í Reykjavík, sem allar eru nýbyrjaðar í MR. Kría er nýflutt frá Akureyri eftir að hafa flækst í dularfulla atburði þar og mætir uppburðarlítil í fyrsta tímann, niðurbrotin unglingsstelpa eftir áralangt einelti, eða kannski frekar áralanga útilokun. Hún er hins vegar snögg að finna sér vini í borginni, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár