Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nálgast Klaustursmálið með allt öðrum hætti en akstursgreiðslur Ásmundar

Hæfis­regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar virð­ast hvergi hafa kom­ið við sögu þeg­ar for­sæt­is­nefnd af­greiddi er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna.

Nálgast Klaustursmálið með allt öðrum hætti en akstursgreiðslur Ásmundar

Nefndarmenn forsætisnefndar Alþingis virðast ekki hafa metið hæfi sitt með tilliti til hæfisreglna stjórnsýsluréttar þegar erindi Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um aksturskostnað Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna var afgreitt í haust og vísað frá.

Forseti og varaforsetar Alþingis tilkynntu í gær að þeir hefðu ákveðið að segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið vegna vanhæfis, meðal annars vegna ummæla sem þau höfðu áður látið falla um framgöngu þingmanna Miðflokksins. 

Telja nefndarmennirnir sig þurfa að fylgja hæfisreglum stjórnsýsluréttar við afgreiðslu Klaustursmáls, meðal annars reglunni um sérstakt hæfi, og beygja sig undir sambærilegar kröfur og gerðar eru til úrskurðarnefnda í stjórnsýslu.

Að mati þingforseta leiðir þetta óhjákvæmilega af fyrirmælum 17. gr. siðareglna þingmanna um að forsætisnefnd skuli „gæta þess að málsmeðferð siðareglumála sé í samræmi við meginreglur um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð“. 

Athygli vekur að þingmenn sem tjáðu sig frjálslega um aksturskostnað og tengd málefni, t.d. Brynjar Níelsson 2. varaforseti sem kom Ásmundi Friðrikssyni til varnar á Facebook í febrúar, töldu ekki ástæðu til að segja sig frá afgreiðslu málsins í forsætisnefnd. Nú í Klaustursmálinu telja þingmenn hins vegar tilefni til að beygja sig undir strangar hæfiskröfur hliðstæðar þeim sem gilda um úrskurðarnefndir í stjórnsýslu.

Björn Leví Gunnarssonþingmaður Pírata

Í upphaflegu erindi Björns Levís til forsætisnefndar, sem hann sendi þann 21. febrúar 2018, óskaði hann þess sérstaklega að forsætisnefnd tæki rökstudda afstöðu til hæfis nefndarmanna. Í svari Steingríms J. Sigfússonar þingforseta var hvergi vikið að hæfisreglum stjórnsýsluréttar en bent á að Alþingi hefði falið forsætisnefnd það hlutverk að fjalla um mál sem varða siðareglur alþingismanna, framkvæmda þeirra og brot á þeim, sbr. 2. mgr. 88. gr. þingskapa. 

„Auk þessa gera lög um þingfararkaup og þingfararkostnað sérstaklega ráð fyrir því að forsætisnefnd úrskurði um ágreiningsmál sem upp kunna að koma við framkvæmd endurgreiðslna þingfararkostnaðar, þ.m.t. ferðakostnaðar. Nefndarmenn í forsætisnefnd verða því almennt ekki útilokaðir frá því að fjalla um einstök álitamál tengd siðareglunum, né um meint brot einstakra þingmanna á þeim,“ segir í svarinu frá 8. maí 2018 þar sem erindi Björns Levís var vísað frá. „Af almennum reglum leiðir hins vegar að varði mál nefndarmann sérstaklega, víkur hann úr sæti annaðhvort af eigin frumkvæði eða að undangengnum úrskurði forsætisnefndar.“ 

„Nefndarmenn í forsætisnefnd verða því
almennt ekki útilokaðir frá því að fjalla
um einstök álitamál tengd siðareglunum“

Björn Leví segir í samtali við Stundina að samkvæmt þeim nýju viðmiðum sem forsætisnefnd beygir sig undir í Klaustursmálinu hljóti þingmennirnir að hafa einnig verið vanhæfir til umfjöllunar um erindi hans um akstursgreiðslur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár