Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nálgast Klaustursmálið með allt öðrum hætti en akstursgreiðslur Ásmundar

Hæfis­regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar virð­ast hvergi hafa kom­ið við sögu þeg­ar for­sæt­is­nefnd af­greiddi er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna.

Nálgast Klaustursmálið með allt öðrum hætti en akstursgreiðslur Ásmundar

Nefndarmenn forsætisnefndar Alþingis virðast ekki hafa metið hæfi sitt með tilliti til hæfisreglna stjórnsýsluréttar þegar erindi Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um aksturskostnað Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna var afgreitt í haust og vísað frá.

Forseti og varaforsetar Alþingis tilkynntu í gær að þeir hefðu ákveðið að segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið vegna vanhæfis, meðal annars vegna ummæla sem þau höfðu áður látið falla um framgöngu þingmanna Miðflokksins. 

Telja nefndarmennirnir sig þurfa að fylgja hæfisreglum stjórnsýsluréttar við afgreiðslu Klaustursmáls, meðal annars reglunni um sérstakt hæfi, og beygja sig undir sambærilegar kröfur og gerðar eru til úrskurðarnefnda í stjórnsýslu.

Að mati þingforseta leiðir þetta óhjákvæmilega af fyrirmælum 17. gr. siðareglna þingmanna um að forsætisnefnd skuli „gæta þess að málsmeðferð siðareglumála sé í samræmi við meginreglur um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð“. 

Athygli vekur að þingmenn sem tjáðu sig frjálslega um aksturskostnað og tengd málefni, t.d. Brynjar Níelsson 2. varaforseti sem kom Ásmundi Friðrikssyni til varnar á Facebook í febrúar, töldu ekki ástæðu til að segja sig frá afgreiðslu málsins í forsætisnefnd. Nú í Klaustursmálinu telja þingmenn hins vegar tilefni til að beygja sig undir strangar hæfiskröfur hliðstæðar þeim sem gilda um úrskurðarnefndir í stjórnsýslu.

Björn Leví Gunnarssonþingmaður Pírata

Í upphaflegu erindi Björns Levís til forsætisnefndar, sem hann sendi þann 21. febrúar 2018, óskaði hann þess sérstaklega að forsætisnefnd tæki rökstudda afstöðu til hæfis nefndarmanna. Í svari Steingríms J. Sigfússonar þingforseta var hvergi vikið að hæfisreglum stjórnsýsluréttar en bent á að Alþingi hefði falið forsætisnefnd það hlutverk að fjalla um mál sem varða siðareglur alþingismanna, framkvæmda þeirra og brot á þeim, sbr. 2. mgr. 88. gr. þingskapa. 

„Auk þessa gera lög um þingfararkaup og þingfararkostnað sérstaklega ráð fyrir því að forsætisnefnd úrskurði um ágreiningsmál sem upp kunna að koma við framkvæmd endurgreiðslna þingfararkostnaðar, þ.m.t. ferðakostnaðar. Nefndarmenn í forsætisnefnd verða því almennt ekki útilokaðir frá því að fjalla um einstök álitamál tengd siðareglunum, né um meint brot einstakra þingmanna á þeim,“ segir í svarinu frá 8. maí 2018 þar sem erindi Björns Levís var vísað frá. „Af almennum reglum leiðir hins vegar að varði mál nefndarmann sérstaklega, víkur hann úr sæti annaðhvort af eigin frumkvæði eða að undangengnum úrskurði forsætisnefndar.“ 

„Nefndarmenn í forsætisnefnd verða því
almennt ekki útilokaðir frá því að fjalla
um einstök álitamál tengd siðareglunum“

Björn Leví segir í samtali við Stundina að samkvæmt þeim nýju viðmiðum sem forsætisnefnd beygir sig undir í Klaustursmálinu hljóti þingmennirnir að hafa einnig verið vanhæfir til umfjöllunar um erindi hans um akstursgreiðslur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár