Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Telja sig þurfa að fylgja hæfisreglum stjórnsýsluréttar í umfjöllun um Klaustursmál

„Þetta eru við­kvæm og erf­ið mál og best að segja sem minnst,“ seg­ir Guð­jón S. Brjáns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Telja sig þurfa að fylgja hæfisreglum stjórnsýsluréttar í umfjöllun um Klaustursmál

Forseti Alþingis og varaforsetar forsætisnefndar hafa sagt sig frá umfjöllun um Klaustursmálið. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni þingforseta. Nefndarmenn töldu sig þurfa að meta hæfi sitt með hliðsjón af hæfisreglum stjórnsýslulaga og sögðu sig frá málinu, meðal annars vegna ummæla sem þau höfðu áður látið falla um framgöngu Miðflokksmanna á Klaustri.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í forsætisnefnd Alþingis, vildi ekki svara því, þegar Stundin hafði samband við hann fyrr í dag, hvort hann hefði sagt sig frá málinu. „Þetta er til umfjöllunar í forsætisnefnd og mér finnst ekki tímabært að ég tjái mig um þetta,“ sagði hann, aðspurður hvort skrif Viljans um málið ættu sér stoð í raunveruleikanum. „Ég vil nú helst ekki gera neinar athugasemdir við þetta eða tjá mig um þetta meðan þetta hefur ekki verið birt opinberlega af hálfu þingsins,“ sagði Guðjón.

Guðjón sagðist ekki geta staðfest fréttina. „Nei nei, þetta er til umfjöllunar í nefndinni og þetta eru viðkvæm og erfið mál og best að segja sem minnst í þessari stöðu.“ Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon en Þórunn Egilsdóttir staðfesti að hún hefði sagt sig frá málinu, enda vildi hún ekki að minnsti vafi léki á hæfi þeirra sem tækju málið fyrir. 

Forsætisnefnd ákvað á fundi sínum þann 3. desember síðastliðinn að taka hegðun og orðaval þingmanna á Klaustri bar til skoðunar vegna mögulegra brota á siðareglum. „Einnig ákveður forsætisnefnd að óska þess að ráðgefandi siðanefnd komi saman til að undirbúa umfjöllun um málið og álit sem forsætisnefnd verði látin í té sem allra fyrst í samræmi við 4. og 16. gr. siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. ályktanir Alþingis 23/145 og 18/148,“ segir í bókun nefndarinnar.  

Hér má sjá fréttatilkynningu sem birtist
um sama leyti og frétt Stundarinnar:

Forsætisnefnd hefur haft til umfjöllunar erindi átta þingmanna er lýtur að ummælum þingmanna á bar 20. nóvember sl. og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu vikur. Hefur málið verið til athugunar sem mögulegt brot á siðareglum fyrir alþingismenn.

Samkvæmt 17. gr. siðareglna fyrir alþingismenn skal forsætisnefnd gæta þess að málsmeðferð siðareglumála sé í samræmi við meginreglur um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. Þessi krafa um óhlutdrægni getur vart leitt til annars en þess að gera verði sambærilegar kröfur til hæfis þeirra sem koma að ákvörðun máls í forsætisnefnd skv. 17. gr. siðareglna og gerðar eru til úrskurðarnefnda í stjórnsýslu samkvæmt stjórnsýslulögum. Hæfi nefndarmanna forsætisnefndar ber því að meta á grundvelli hæfisreglna stjórnsýslulaga. Við slíkt mat skiptir máli hvernig einstakir nefndarmenn hafa tjáð sig í opinberri umræðu um hátterni þeirra þingmanna sem er til athugunar. Ljóst er af umfjöllun fjölmiðla að fjöldi þingmanna, þ.m.t. forsætisnefndarmenn, hafa tjáð sig um málið með ýmsum hætti og lýst viðhorfum sínum til framgöngu nefndra þingmanna.

Nefndarmenn í forsætisnefnd hafa, að fengnum athugasemdum þeirra þingmanna sem um ræðir, metið hæfi sitt með hliðsjón af þeim ríku kröfum sem gerðar eru til þeirra samkvæmt stjórnsýslulögum. Nú liggur fyrir sú niðurstaða að forseti og allir varaforsetar, hver um sig, hafa sagt sig frá málinu, m.a. vegna ýmissa ummæla sinna um málið. Er þetta gert til þess að taka af allan vafa um mögulegt hæfi og til að tryggja framgang málsins, áframhaldandi vandaða málsmeðferð og að það geti gengið með réttum hætti til siðanefndar.

Forseti Alþingis leggur áherslu á að það siðareglumál sem nú er til meðferðar, sem og öll siðareglumál sem kunna að berast Alþingi, fái vandaða og óvilhalla málsmeðferð. Mun forsætisnefnd því koma saman í byrjun janúar til að fjalla um nauðsynlegar lagabreytingar svo að ekki verði töf á meðferð málsins. Markmið þeirra lagabreytinga er að tryggja að málið geti gengið með réttum hætti til siðanefndar.

Í samræmi við fyrirmæli 4. gr. stjórnsýslulaga mun skrifstofa Alþingis halda því erindi, sem forsætisnefnd hefur móttekið, í réttu horfi þar til viðeigandi breytingar hafa verið gerðar á þingsköpum Alþingis og meðferð mála samkvæmt siðareglum fyrir alþingismenn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
7
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár