Framsóknarflokkurinn bætir við sig fimm prósentustigum milli kannana MMR með þriggja vikna millibili, samkvæmt nýrri könnun sem kynnt er í dag.
Miðflokkurinn tapar hins vegar sjö pósentastiga fylgi og fer úr 13,1 prósent niður í 5,9 prósent stuðningi.
Á sama tímabili, milli 21. nóvember og 11. desember, fer fylgi Flokks fólksins niður um rúm 3 prósent, úr 7,6 prósent í 4,2 prósent.
Fylgi flokkanna mælist eftirfarandi núna:
Sjálfstæðisflokkur: 22,1%
Samfylkingin: 16,9%
Píratar: 14,4%
VG: 12,9%
Framsóknarflokkurinn: 12,5%
Viðreisn: 8,5%
Miðflokkurinn: 5,9%
Flokkur fólksins: 4,2%
Aðrir: 2,6%
Athugasemdir