Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Inga Sæland skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, veif­aði pen­inga­búnti í ræðu­stól Al­þing­is og skor­aði á alla þing­menn að gefa 181 þús­und króna jóla­bón­us sinn til góð­gerð­ar­sam­taka.

Inga Sæland skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, veifaði peningabúnti í ræðustól Alþingis og skoraði á þingmenn að gefa jólabónus sinn til góðgerðarsamtaka.

Inga tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og benti á að þingmenn hafi fengið 181 þúsund krónur í jólabónus. Hún ætli að gefa upphæðina til fátækra.

„Hvað ætlum við að gefa þjóðinni okkar í jólagjöf?“ spurði Inga. „Það er búið að slengja í lás öllum möguleikum til þess að bæta hag okkar minnstu bræðra og systra. Fjárlögin fyrir árið 2019 hafa verið afgreidd, fjáraukinn verður tekinn út núna á næstunni. Það er ekki möguleiki á að bæta kjör þeirra fyrr en árið 2020. Það er búið að slengja öllu í lás.“

Inga sagði konu hafa haft samband við sig í morgun, sem vinni hjá góðgerðarsamtökum. „Það voru 120 einstaklingar sem komu til hennar í gær og þáðu gjafakort, Bónus-kort. Hún sagði að það væri sárara en tárum taki að horfa á upp á hvað í rauninni eymdin hefur vaxið ótrúlega mikið á árinu 2018,“ sagði Inga.

Loks benti hún á þá upphæð sem þingmenn hafi fengið í jólabónus, 181 þúsund krónur. „Ég veit hvað ég ætla að gefa í jólagjöf. Ég skal sýna ykkur það, háttvirtur forseti. Ég tók út jólabónusinn minn og ég skora á alla hér að gera slíkt hið sama. Því við höfum efni á því að kaupa gjafakort fyrir fátækt fólk og rétta það til góðgerðarsamtaka og ganga á undan með góðu fordæmi. Gleðileg jól.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár