Ágúst Ólafur hafi sagt ósatt um tilkynninguna

Formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir Ág­úst Ólaf Ág­ústs­son hafa sagt flokks­mönn­um ósatt um að til­kynn­ing hafi ver­ið skrif­uð í fullu sam­ráði við brota­þola.

Ágúst Ólafur hafi sagt ósatt um tilkynninguna

Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir Ágúst Ólaf Ágústsson þingmann hafa sagt innsta kjarna flokksins ósatt um tilkynningu sem hann sendi út á föstudaginn. Sagði hann tilkynninguna senda út í samráði við brotaþola. Fréttablaðið greinir frá.

Á föstudag sendi Ágúst frá sér tilkynningu um að hann hyggðist taka sér tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum og leita sér hjálpar eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar komst að þeirri niðurstöðu að veita honum áminningu fyrir að áreita konu. Í gær kom svo í ljós að konan sem um ræddi væri Bára Huld Beck, starfsmaður fjölmiðilsins Kjarnans. Var Ágúst áður í eigendahópi miðilsins. Sagði Bára tilkynninguna ekki hafa verið senda út í samráði við sig.

Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segist taka afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár