Árni Harðarson, lögfræðingur og aðstoðarforstjóri Alvogven, fékk niðurfelldar sjálfsskuldaraábyrgðir sínar sem námu tveimur prósentum af milljarða króna lánum sem Glitnir banki átti útistandandi hjá félögum tengdum Róberti Wessmann í árslok 2013. Árni var framkvæmdastjóri félagsins Salt Investments sem fékk milljarða króna lán í Glitni banka árið 2007 og aftur árið 2008 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Til að tryggja þau lán, sem og annað lán upp á 14 milljónir króna sem veitt var árið 2009 til að greiða laun starfsmanna Salt Investments, gekkst Árni undir sjálfsskuldaraábyrgð upp á 2 prósent á móti 98 prósenta sjálfsskuldaraábyrgð Róberts Wessmann.
Eign Róberts í Actavis sögð „smávægileg“
Stundin greindi frá skuldauppgjöri Róberts Wessmann á föstudaginn var.
Stundin greindi þá meðal annars frá því að Róbert hefði greitt 8 milljónir evra upp í 247 milljóna evra skuld við bankann með sérstökum samningi, en …
Athugasemdir