Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

Hver er Mar­vin og hvers vegna sat hann á Klaustri á sama tíma og þing­menn­irn­ir? Hvað varð til þess að hann byrj­aði að taka upp það sem hann heyrði? Upp­ljóstr­ar­inn stíg­ur fram und­ir nafni og mynd í for­síðu­við­tali við Stund­ina í fyrra­mál­ið.

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

Einstaklingurinn sem sat á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn, varð vitni að samræðum sex þingmanna og ákvað að hljóðrita þær, stígur fram undir sínu rétta nafni og mynd í viðtali í prentútgáfu Stundarinnar á morgun.

Hingað til hefur uppljóstrarinn verið þekktur undir dulnefninu Marvin sem hann notaði þegar hann sendi fjölmiðlum upptökurnar. 

Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um hver uppljóstrarinn Marvin sé. Hver er bakgrunnur hans? Hvers vegna var hann staddur á Klaustri á sama tíma og þingmennirnir og hvað varð til þess að hann byrjaði að taka upp það sem hann heyrði?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hélt því meðal annars fram að brotist hefði verið inn í síma þingmannanna. Þá hefur því verið velt upp, meðal annars af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni stjórnmálafræðiprófessor og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra, hvort Marvin sé útsendari Stundarinnar. 

En uppljóstrarinn hafði sínar ástæður til þess að taka samtalið upp og mun útskýra þær skilmerkilega og segja frá sjálfum sér í forsíðuviðtali sem birtist í Stundinni á morgun

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár