Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon

Komm­ún­ismi er ekki leng­ur hin eina sanna hug­mynda­fræði kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins og Ma­ó­ismi ekki held­ur. Á flokks­þing­inu í fyrra var form­lega sam­þykkt að gera hug­mynda­fræði Xi Jin­ping að leið­ar­ljósi flokks­ins, sem tel­ur 90 millj­ón­ir flokks­manna og stýr­ir stærsta ríki heims með 1.400 millj­ón­ir þegna.

Einn maður ber nú beina ábyrgð á velferð eins fimmta allra jarðarbúa. Völd Xi Jinping, sem forseti og nánast einráður í Kína, eru slík að hann hefur áhrif á daglegt líf fólks um allan heim með ákvörðunum sínum. Það stendur berum orðum í stjórnarskrá kínverska kommúnistaflokksins, eftir formlega samþykkt á flokksþingi í fyrra, að þankagangur Xi Jinping sé hin eina rétta stefna fyrir Kínverja og væntanlega allt mannkyn.

Það ná fáir leiðtogar svo langt að þeirra sé sérstaklega getið í stjórnarskrá með þessum hætti, hvað þá í stærsta ríki heims þar sem gengið hefur á ýmsu í stormasömum stjórnmálum og valdabaráttu. Xi hefur vart grunað að hann næði svo langt á yngri árum; þegar faðir hans var í fangabúðum og fjölskyldan var látin strita á hrísgrjónaakri í nafni Maó Zedong og hans túlkun á kommúnisma.

Fimm ára gamall Xi Jinping (t.v.) ásamt föður sínum, Xi Zhongxun, og yngri bróður, Xi …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár