Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Nauðgarar eru bara venjulegir menn“

Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir seg­ir að reynt sé að þagga nið­ur í sér í femín­ískri bar­áttu sinni með kær­um og hót­un­um um máls­sókn­ir. Hún ætl­ar ekki að láta slíkt yf­ir sig ganga. Koma verð­ur sam­fé­lag­inu í skiln­ing um að menn sem nauðga eru ekki skrímsli held­ur geta „góð­ir menn“ líka nauðg­að.

„Það má vera reiður. Það má vera ókurteis og leiðinlegur. Við erum að tala um nauðganir og kynferðisofbeldi og þvílíkt kerfisbundið óréttlæti. Auðvitað megum við vera reiðar, alveg brjálaðar yfir þessu. En við erum alltaf settar í þetta box að við eigum að vera dannaðar og við megum ekki hræða fólk frá. Jú víst! Víst megum við það, þetta er „scary“ og þetta er raunveruleikinn sem við búum við og við verðum að breyta honum. Ég vil að við breytum honum á okkar lífstíð, fyrir mig, fyrir mömmu mína, systur og dætur. Núna.“

Þetta segir Elísabet Ýr Atladóttir, þrívíddarteiknari sem búsett er í Danmörku, við blaðamann Stundarinnar yfir kaffibolla á Lækjartorgi. Elísabet er ekki komin hingað til Íslands vegna vinnu sinnar eða menntunar. Hún er ekki heldur komin til að heimsækja ættingja sína. Hún er komin til Íslands vegna þess að hún þarf að mæta í dómsal, vegna þess hvernig …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár