„Það má vera reiður. Það má vera ókurteis og leiðinlegur. Við erum að tala um nauðganir og kynferðisofbeldi og þvílíkt kerfisbundið óréttlæti. Auðvitað megum við vera reiðar, alveg brjálaðar yfir þessu. En við erum alltaf settar í þetta box að við eigum að vera dannaðar og við megum ekki hræða fólk frá. Jú víst! Víst megum við það, þetta er „scary“ og þetta er raunveruleikinn sem við búum við og við verðum að breyta honum. Ég vil að við breytum honum á okkar lífstíð, fyrir mig, fyrir mömmu mína, systur og dætur. Núna.“
Þetta segir Elísabet Ýr Atladóttir, þrívíddarteiknari sem búsett er í Danmörku, við blaðamann Stundarinnar yfir kaffibolla á Lækjartorgi. Elísabet er ekki komin hingað til Íslands vegna vinnu sinnar eða menntunar. Hún er ekki heldur komin til að heimsækja ættingja sína. Hún er komin til Íslands vegna þess að hún þarf að mæta í dómsal, vegna þess hvernig …
Athugasemdir