„Pólsk yfirvöld vilja refsa hverjum þeim sem þau telja vega að heiðri landsins. Vandinn er sá að það er ekkert að finna um „heiður“ ríkja eða þjóða í réttarfarsreglum. Heiður Argentínu eða heiður Íslands er ekki til. Heiður Póllands, hvað þýðir það eiginlega?“ Þannig spyr Martín Granovsky, ritstjóri helgarútgáfu argentínska fjölmiðilsins Página/12, sem brá í brún þegar hann las um það í öðrum fjölmiðlum, í mars síðastliðnum, að blaðinu hans hefði verið stefnt fyrir að móðga heiður Póllands. „Í fyrsta lagi, þá er þetta auðvitað skýrt brot á tjáningarfrelsinu, en í annan stað þá ná lög Póllands auðvitað ekki yfir fjölmiðla í Argentínu,“ segir Granovsky í samtali við Stundina.
Það vakti nýverið athygli þegar sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszynski, brást við fréttaflutningi Stundarinnar með því að senda bréf á helstu …
Athugasemdir