Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjáið leiklestur Borgarleikhússins á samtali þingmanna á Klaustri

Stór hluti sam­tals­ins túlk­að­ur af leik­kon­um og leik­ara Borg­ar­leik­húss­ins fyrr í kvöld.

Sjáið leiklestur Borgarleikhússins á samtali þingmanna á Klaustri

Leiklestur á orðum sem sex þingmenn létu falla á Klaustursfundinum alræmda fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Viðburðurinn var haldinn í samvinnu við Stundina og má sjá upptöku af verkinu hér í fréttinni.

Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri og hlutverkaskipan eftirfarandi:

Gunnar Bragi Sveinsson – Unnur Ösp Stefánsdóttir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – Sigrún Edda Björnsdóttir
Bergþór Ólason – Þórunn Arna Kristjànsdóttir
Ólafur Ísleifsson– Edda Björg Eyjólfsdóttir
Karl Gauti Hjaltason – Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Anna Kolbrún Árnadóttir – Hilmar Guðjónsson

Upptökum af samræðum þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, sem og Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, þar sem þau sátu að drykkju meðan þing var enn að störfum, var komið til Stundarinnar, DV og Kvennablaðsins, sem hafa greint frá lítilsvirðandi ummælum þingmanna um nafngreindar stjórnmálakonur, samkynhneigða og fatlaða, um leið og þeir mærðu hver annan og gortuðu af því að hafa misbeitt valdi við skipun sendiherra. 

Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér. Tveir þingmenn voru reknir úr Flokki fólksins vegna framgöngu sinnar og tveir þingmanna Miðflokksins eru komnir í leyfi.

Fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli um helgina og krafðist afsagnar þingmannanna og í dag óskaði forsætisnefnd Alþingis eftir því að siðanefnd þingsins tæki málið fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu