Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Katrín Jakobsdóttir til liðs við alþjóðlega vinstrihreyfingu Bernie Sanders og Yanis Varoufakis

„Hleypa þarf lífi í al­þjóð­lega sam­vinnu á vinstri vængn­um til að draga megi úr fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um ójöfn­uði, gera breyt­ing­ar á hinu al­þjóð­lega fjár­mála­kerfi, snúa frá vopnakapp­hlaup­inu og stöðva lofts­lags­breyt­ing­ar,“ seg­ir hún.

Katrín Jakobsdóttir til liðs við alþjóðlega vinstrihreyfingu Bernie Sanders og Yanis Varoufakis

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð Bernie Sanders og Yanis Varoufakis um að taka þátt í stofnun alþjóðlegu hreyfingarinnar Progressive International. Þessu greinir hún frá á Facebook.

Bandaríski þingmaðurinn Bernie Sanders bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016 og er einn vinsælasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna. Yanis Varoufakis er fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands  og frambjóðandi til Evrópuþingsins. Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er að finna ítarlegt viðtal við hann um Evrópusambandið, evruna og framtíð róttækra stjórnmála. 

„Þátttaka mín grundvallast á tveimur þáttum,“ segir Katrín um samstarf sitt við Berine Sanders og Yanis Varoufakis. „Í fyrsta lagi tel ég afar mikilvægt að bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi, auk þess að grafa undan hornsteinum lýðræðisins á borð við réttarkerfið og sjálfstæða fjölmiðlun. Í öðru lagi vil ég styðja við þá jákvæðu sýn sem liggur Progressive International til grundvallar, það er baráttan fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“

Þá segir hún að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu á vinstri vængnum til að draga megi úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, gera breytingar á hinu alþjóðlega fjármálakerfi, snúa frá vopnakapphlaupinu og stöðva loftslagsbreytingar.

„Nýr alþjóðlegur sáttmáli (International New Deal) gefur fyrirheit um að þarfir venjulegs fólks og jaðarsettra hópa verði sett í öndvegi og að um leið höfnum við stjórnmálum sem hagnýta efnahagslegt óöryggi til að kynda undir útlendingaandúð, kynþáttahyggju, kvenhatri og menningarlegum rasisma,“ segir Katrín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár