Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Katrín Jakobsdóttir til liðs við alþjóðlega vinstrihreyfingu Bernie Sanders og Yanis Varoufakis

„Hleypa þarf lífi í al­þjóð­lega sam­vinnu á vinstri vængn­um til að draga megi úr fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um ójöfn­uði, gera breyt­ing­ar á hinu al­þjóð­lega fjár­mála­kerfi, snúa frá vopnakapp­hlaup­inu og stöðva lofts­lags­breyt­ing­ar,“ seg­ir hún.

Katrín Jakobsdóttir til liðs við alþjóðlega vinstrihreyfingu Bernie Sanders og Yanis Varoufakis

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð Bernie Sanders og Yanis Varoufakis um að taka þátt í stofnun alþjóðlegu hreyfingarinnar Progressive International. Þessu greinir hún frá á Facebook.

Bandaríski þingmaðurinn Bernie Sanders bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016 og er einn vinsælasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna. Yanis Varoufakis er fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands  og frambjóðandi til Evrópuþingsins. Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er að finna ítarlegt viðtal við hann um Evrópusambandið, evruna og framtíð róttækra stjórnmála. 

„Þátttaka mín grundvallast á tveimur þáttum,“ segir Katrín um samstarf sitt við Berine Sanders og Yanis Varoufakis. „Í fyrsta lagi tel ég afar mikilvægt að bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi, auk þess að grafa undan hornsteinum lýðræðisins á borð við réttarkerfið og sjálfstæða fjölmiðlun. Í öðru lagi vil ég styðja við þá jákvæðu sýn sem liggur Progressive International til grundvallar, það er baráttan fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“

Þá segir hún að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu á vinstri vængnum til að draga megi úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, gera breytingar á hinu alþjóðlega fjármálakerfi, snúa frá vopnakapphlaupinu og stöðva loftslagsbreytingar.

„Nýr alþjóðlegur sáttmáli (International New Deal) gefur fyrirheit um að þarfir venjulegs fólks og jaðarsettra hópa verði sett í öndvegi og að um leið höfnum við stjórnmálum sem hagnýta efnahagslegt óöryggi til að kynda undir útlendingaandúð, kynþáttahyggju, kvenhatri og menningarlegum rasisma,“ segir Katrín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár