Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kvenréttindafélagið krefst afsagnar þingmannanna

Þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins brutu gegn siða­regl­um Al­þing­is, að mati Kven­rétt­inda­fé­lags Ís­lands.

Kvenréttindafélagið krefst afsagnar þingmannanna
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir

Kvenréttindafélag Íslands krefst tafarlausrar afsagnar þingmannanna sex sem náðust á upptöku á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn.

„Í samtali þingmannanna kom fram djúp kvenfyrirlitning, fatlað og hinsegin fólk var smánað og niðurlægt og kynþáttafordómar afhjúpaðir,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn félagsins. „Þó voru þarna á meðal einstaklingar sem í trúnaðarstörfum sínum hafa staðið í fylkingarbrjósti sem kyndilberar jafnréttis á landsvísu og á heimsvísu.“

Í yfirlýsingunni er bent á að í siðareglum alþingismanna er sagt að þingmenn skuli  „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni“. Auk þess skuli þeir „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu.“

Þá skuli þeir „í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu“ og „ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega eða kynbundna áreitni, leggja þá í einelti eða koma fram við þá á vanvirðandi hátt.“

Kvenréttindafélagið segist ekki líða að fólk sé smánað með þeim hætti sem heyra má á upptökunni. „Ljóst er að þingmennirnir sex hafa brotið gegn öllu þessu og við blasir að málefni þeirra hljóta að fara í þann farveg sem kveðið er á um í siðareglunum. Stjórn Kvenréttindafélagsins krefst þess að þingmennirnir axli ábyrgð, horfist í augu við að þeir eru rúnir trausti og segi tafarlaust af sér þingmennsku.“

Yfirlýsing Stjórnar Kvenréttindafélags Íslands í heild sinni

Á morgun fögnum við 100 ára fullveldi þjóðarinnar. Í vikunni voru birtar glefsur úr upptökum á samtali hóps alþingismanna sem staddir voru á veitingastað. Upptökurnar opinbera fyrirlitningu og fordóma sem fylgt hafa fullveldissögu þjóðarinnar, þrátt fyrir baráttu ótal kvenna og karla fyrir betra samfélagi.

Í samtali þingmannanna kom fram djúp kvenfyrirlitning, fatlað og hinsegin fólk var smánað og niðurlægt og kynþáttafordómar afhjúpaðir. Þó voru þarna á meðal einstaklingar sem í trúnaðarstörfum sínum hafa staðið í fylkingarbrjósti sem kyndilberar jafnréttis á landsvísu og á heimsvísu.

Það er ekki nóg að á Íslandi ríki lagalegt og (næstum því) tölfræðilegt jafnrétti sem mælist efst á alþjóðlegum listum. Jafnrétti felst ekki síst í því að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru, óháð kyni, kynhneigð, fötlun og öðrum þeim breytum sem hafa áhrif á fólk, hvort sem það er í opinberum störfum eða í einkalífinu.

Við búum í samfélagi sem breytist ört í átt til jafnréttis. #MeToo byltingin hefur eflt kraft okkar til að takast á við ójafnrétti á öllum sviðum samfélagsins og í kjölfar hennar hafa öll viðmið um samþykkta hegðun færst til. Við líðum ekki lengur að konur, og raunar allt fólk, sé smánað í skjóli valdamismunar.

Siðareglur alþingismanna kveða skýrt á um að þingmenn skuli „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni“. Auk þess skulu þeir „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu.“ Þá skulu þeir „í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu“ og „ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega eða kynbundna áreitni, leggja þá í einelti eða koma fram við þá á vanvirðandi hátt.“

Ljóst er að þingmennirnir sex hafa brotið gegn öllu þessu og við blasir að málefni þeirra hljóta að fara í þann farveg sem kveðið er á um í siðareglunum. Stjórn Kvenréttindafélagsins krefst þess að þingmennirnir axli ábyrgð, horfist í augu við að þeir eru rúnir trausti og segi tafarlaust af sér þingmennsku.

Í upphafi annarar aldar fullveldisins brýnir Kvenréttindafélag Íslands Alþingi og önnur stjórnvöld, kjósendur og þjóðina alla að kvika ekki frá baráttunni fyrir jafnara og sanngjarnara þjóðfélagi þar sem ekki hallar á neinn. Sköpum saman Ísland þar sem jafnrétti ríkir, fyrir okkur öll.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
5
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár