Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórn Flokks fólksins skorar á Ólaf og Karl Gauta að segja af sér

Inga Sæ­land skrif­ar und­ir til­kynn­ingu þar sem þing­menn­irn­ir eru hvatt­ir til af­sagn­ar.

Stjórn Flokks fólksins skorar á Ólaf og Karl Gauta að segja af sér
Karl Gauti Hjaltason og Inga Sæland Mynd: ©Bragi Þór Jósefsson / Alþingi

Stjórn Flokks fólksins hefur skorað á Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason, þingmenn flokksins, að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Inga Sæland sendi út.

„Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.

Fyrir hönd stjórnar flokksins,

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.“

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, kallaði Ingu Sæland, formann Flokks fólksins „húrrandi klikkaða kuntu“ á hljóðupptöku af setu þingmanna á Klaustur bar 20. nóvember sem Stundin hefur undir höndum. Orðaskiptin voru mjög hávær, áttu sér stað í vitna viðurvist og náðust að hluta á upptökuna.

„Hún er fokking tryllt,“ sagði Bergþór við Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, í viðurvist flokksfélaga sinna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Gunnars Braga Sveinssonar. Reyndu þingmenn Miðflokksins að fá Ólaf og Karl Gauta til að skipta um flokk.

„Hún getur þetta ekki. Hún getur talað um þetta, hún getur grenjað um þetta, en hún getur ekki stjórnað,“ sagði Karl Gauti.

Athygli vekur að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti komu Ingu Sæland nær ekkert til varnar en hlustuðu þöglir á þingmenn Miðflokksins úthúða henni. „Hún vill vel,“ sagði Ólafur Ísleifsson í eitt skiptið en að öðru leyti tók hann undir með Karli Gauta um að hún væri ófær um að gegna formennsku í Flokki fólksins.

Karl Gauti brást við í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum „Ég harma ummæli sem ég lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og hafa birst í nokkrum fjölmiðlum. Af því tilefni vil ég taka fram að ég er ekki á förum úr Flokki fólksins, styð stefnu flokksins og ber traust til formanns hans, Ingu Sæland.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár