Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórn Flokks fólksins skorar á Ólaf og Karl Gauta að segja af sér

Inga Sæ­land skrif­ar und­ir til­kynn­ingu þar sem þing­menn­irn­ir eru hvatt­ir til af­sagn­ar.

Stjórn Flokks fólksins skorar á Ólaf og Karl Gauta að segja af sér
Karl Gauti Hjaltason og Inga Sæland Mynd: ©Bragi Þór Jósefsson / Alþingi

Stjórn Flokks fólksins hefur skorað á Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason, þingmenn flokksins, að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Inga Sæland sendi út.

„Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.

Fyrir hönd stjórnar flokksins,

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.“

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, kallaði Ingu Sæland, formann Flokks fólksins „húrrandi klikkaða kuntu“ á hljóðupptöku af setu þingmanna á Klaustur bar 20. nóvember sem Stundin hefur undir höndum. Orðaskiptin voru mjög hávær, áttu sér stað í vitna viðurvist og náðust að hluta á upptökuna.

„Hún er fokking tryllt,“ sagði Bergþór við Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, í viðurvist flokksfélaga sinna, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Gunnars Braga Sveinssonar. Reyndu þingmenn Miðflokksins að fá Ólaf og Karl Gauta til að skipta um flokk.

„Hún getur þetta ekki. Hún getur talað um þetta, hún getur grenjað um þetta, en hún getur ekki stjórnað,“ sagði Karl Gauti.

Athygli vekur að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti komu Ingu Sæland nær ekkert til varnar en hlustuðu þöglir á þingmenn Miðflokksins úthúða henni. „Hún vill vel,“ sagði Ólafur Ísleifsson í eitt skiptið en að öðru leyti tók hann undir með Karli Gauta um að hún væri ófær um að gegna formennsku í Flokki fólksins.

Karl Gauti brást við í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum „Ég harma ummæli sem ég lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og hafa birst í nokkrum fjölmiðlum. Af því tilefni vil ég taka fram að ég er ekki á förum úr Flokki fólksins, styð stefnu flokksins og ber traust til formanns hans, Ingu Sæland.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár