Þeir fjórir einstaklingar sem áttu stærstan hlut í Samherja og HB Granda, kvótahæstu útgerðarfyrirtækjum landsins, í fyrra þénuðu samtals tæpa fjóra milljarða í heildarárstekjur. Fjárhæðin samsvarar 714-földum tekjum dæmigerðs fiskvinnslustarfsmanns samkvæmt launatölum frá Eflingu stéttarfélagi.
Kristján Loftsson þénaði 1.423 milljónir króna í fyrra þegar hann var stjórnarformaður og einn af aðaleigendum HB Granda. Fiskvinnslustarfsmaður hjá fyrirtækinu væri 254 ár að vinna sér inn slíkar tekjur.
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar af aðaleigendum Samherja, var með 476 milljóna tekjur á sama ári, eða sem nemur árstekjum 85 starfsmanna við fiskvinnslu hjá fyrirtækinu.
Athugasemdir