Viðbrögð sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszynski, við fréttaflutningi Stundarinnar af þátttöku nýfasískra öfgahópa í sjálfstæðisgöngu sem leiðtogar landsins stýrðu í Varsjá þann 11. nóvember síðastliðinn, hafa vakið nokkra athygli, bæði í íslenskum fjölmiðlum jafnt sem pólskum. Sendiherrann sendi bréf á skrifstofur forseta, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og Alþingis Íslendinga, þar sem hann lýsti fréttaflutningnum sem „falsfrétt“ sem gæti skaðað samskipti ríkjanna tveggja, auk þess sem hann sakaði Stundina um að hafa bendlað alla Pólverja „sem elska föðurlandið“ við fasisma eða nasisma. Viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra voru þau að árétta að hér á landi ríkti fjölmiðlafrelsi og utanríkisráðuneytið svaraði í þeim sama anda.
Blaðamaður hefur undanfarna daga átt fjölmörg samtöl við Pólverja, búsetta á Íslandi sem og í Póllandi. Af þeim má ráða hve djúpstæð gjá ríkir á milli stuðningsmanna Laga- og réttlætisflokksins og andstæðinga hans. Það …
Athugasemdir