Miðað við rannsókn Sorpu á sorpi frá heimilum í Reykjavík árið 2017 má gera ráð fyrir að árlega séu tíu tonn af lyfjum og lyfjaumbúðum urðuð á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Lyfjaleifar í náttúrunni geta haft margháttuð neikvæð áhrif á menn, dýr, lífríki og umhverfi. Þá hamla lyfjaleifar því að hægt sé að nýta úrgang til jarðgerðar. Sérfræðingur í umhverfismengun hjá Matís segir að lyfjaleifar í náttúrunni geti haft áhrif á frjósemi og aukið hættuna á að bakteríur myndi ónæmi gegn sýklalyfjum.
Sorpa gerir árlega rannsókn á húsasorpi, í nóvember, fyrir Reykjavík. Í rannsókninni er mælt hlutfall flokka úrgangs í blönduðum úrgangi frá reykvískum heimilum, þess sorps sem borgarbúar setja í gráu tunnuna svokölluðu. Í rannsókninni er til að mynda mælt hversu hátt hlutfall í blönduðu sorpi spilliefni eru, hversu hátt hlutfall er rafhlöður, raftæki og svo lyf, lyfjaleifar og lyfjaumbúðir.
Samkvæmt rannsókn Sorpu fyrir árið 2017 má gera ráð …
Athugasemdir